- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
274

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

274

Suðurlandsundirlendi.

það, sem verður á fjöllunum milli Heklu og Búrfells, en
sumt er eldfjallaaska úr Heklu og öðrum eldfjöllum. Þar
sem svo hagar til að hraun og roksandsmyndanir skiftast á.
sígur vatnið i jörðu og grefur sér stundum rásir neðra, en
yfirborðið er þurlent með jurta-gróðri eftir þvi.

Suðurlandsundirlendið hefir til forna, löngu fyrir
land-námstið, um lok isaldar, verið undir sjó; hefir fiói mikill
gengið inn i landið og hefir hann náð upp i Biskupstungur,
Hreppa og Landsveit; á stöku stað voru eyjar i fióa þessum,
fjöll þau. er einstök standa á láglendinu, en múlar margir
og höfðar sköguðu út i sjóinn á alla vegu. Menjar
sævar-ins sjást viða, skeljar i leirlögum þeim, sem myndast hafa
af árburði jökulánna út i flóann, hvalbein, sævarhellar,
mal&rkambai’ og brimstallar langt frá ströndu. Kvos sú,
sem Suðurlandsundirlendið er i, hefir að öllum likindum
myndast við landsig, fjöllin i kring eru öll úr móbergi með
grágrjtislögum innanum og ofan á og snúa bröttum hliðum
út að undirlendinu, en niður um skörðin og lægðirnar liafa
viða hraun runnið, bæði forn grágrýtishraun og nýrri
blá-grýtishraun. Hið langmesta hraun á þessu svæði er
Veiði-vatnahraunið mikla, sem runnið hefir niður milli Búrfells
og Heklu, breiðst út um Landsveit, Skeið og Flóa og runnið
út i sjó milli Þjórsár og Ölfusár-ósa. í*að er svo fornt að
ofan á því hefur myndast jarðvegur mikill, bæði mýrar og
harðvelli og viða eru á hrauninu þykkar roksands- og
mó-hellumyndanir. Sprungur stórar eru viða á undirlendinu og
viða hverir og laugar, jarðskjálftar eru þar tiðir og hafa
þeir stundum verið svo harðir, að þeir hafa gjört mikið
tjón. Graslendi eru þar mjög viðáttumikii, bæði mýrlendi
og harðvelli, sumstaðar lika kvistland og fjárbeit góð,
einkum i fjallasveitunum; lágiendi þetta er þéttbýlasti partur
Islands, og gætu þar þó eflaust búið mikið fleiri menn, ef
jarðræktin væri i fuilkomnara ástandi. Neðri bygðirnar eru
bezt lagaðar fyrir nautpeniugsrækt, hinar efri fyrir
sauð-fjárrækt. Vór munum þvi næst stuttlega geta um landslag
i hinum helztu bygðum á undirlendinu.

Fyrir neðan Fljótshlið og vestan Eyjafjallasveit kvislast

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0288.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free