- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
277

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Skeið. Flói.

277

Laxá fellur í Hvítá. Niður af Hreppum er mjótt sléttleudi
milli ánna, víðast míla á breidd, en 2—3 milur á iengd. og

r

er þar kallað Skeið. A þvi svæði er viðast þuriendi,
harð-veilismóar, þó eru þar mýrasund eigi alllitil sumstaðar.
Skeiðin mega heita samanhangandi iiatneskja; hólar eru þar
þvinær engir; hraun eru alstaðar undir og viða eru þar
stórar sprungur fornar og nýjar; jarðvegur er þykkur ofan
á hrauninu, þýfður og grasgefinn, bæirnir á við og dreif
urn sléttuna. Við vesturkrókinn á Hvitá er einstakt fjali
ailstórt, sem heitir Vörðufell, bratt og úr móbergi, upp á
þvi er vatn. Milli ósanna á Ölfusá og Þjórsá er Fiói, það
hérað er, einsog nafnið bendir á, að miklu leyti mýriendi.
Allur hinn neðri Flói er marflöt grasslétta og bæirnir einsog
þúfur á við og dreif upp úr flötinni, þar eru hraun undir
jarðvegi og ná þau út i sjó, og koma fram i skerjunum
fyrir utan. Þó grassvörður sé blautur eru viða lausir
hraun-steinar innanum hann og stutt niður að hrauni. I vætutið
er mjög ilt að fara um Flóann sakir bleytu, og stundum
flæðir Ölfusá yfir stór svæði þegar isstiflur koma i hana.
Næst sjó er sandræma allbreið og malarkambur fyrir utan
og hlifir hann ásamt skergarðinum láglendinu fyrir innan,
ströndin horfir við opnu hafi og er hér mjög brimasamt,
stundum hafa sævarflóð gert mikinn skaða neðst i Fióa.
Austan til og ofan tii í Flóa eru allmargir hólar og holt og
eru þau áframhald ásanna, sem eru austan Þjórsár i
Holt-unum. Syðsti endi holta þessara i Flóa er
Hróarsholts-klet tar (260’), en hin efri holt heita ýmsum nöfnum, t. d.
Gneistastaðaholt, Miklholt, Öiveshoit, Oddgeirshólar o. m. fl.
Vestan við ása þessa rennur Hróarsholtsiækur, en að
austan-verðu ná ásarnir að Pjórsá milli í’jótanda og Egilsstaða,
liefir Þjórsá þar orðið að grafa sér gljúfur gegnum
all-breiðan blágrýtisþröskuld.

Fyrir vestan Hvitá eru Biskupstungur og Grimsnes og
svo Ölfus hinumegin við Ölfusá vestur af Flóa.
Biskups-tungur taka yfir landspildurnar milli Hvitár og Brúarár,
og nær sveitin upp á aðliðanda hálendisins norður af Geysir
og niður i ároddana hjá Skálholti. Tungufljót rennur niður
miðja sveitina og skiftir henni i tvent. Tungur eru gras-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0291.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free