- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
281

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mýrasýsla.

281

þessum eru fjögur lífcil vötu, og i dalnum eru 3 bæjaraðir,
ein á hryggnum og tvær i árdölunum. I mynni Flókadals
eru blágrýtishjallar miklir og hafa árnar orðið að grafa sér
gljúfur gegnum þá með mörgum fossum og hávöðum.
Reykholtsdalur (Nyrðri Reykjadalur) er 2—3 milur á
lengd, hann hefir skorist djpra niður en hinir dalirnir, er
breiður i botninn, liatur og grösugur, þar er mikill árburður
og leir undir jarðvegi, sem er mjög þykkur, áin skerst í
ótal kröppum hlykkjum og bugðum gegnum moldar- og
ieirlögin, þar er mikill fjöldi af hverum og laugmn. Sunnan
við dalinn er samanhangandi hlið, þó eigi há, en
hálsa-kúpur aflíðandi að norðanverðu. Upp úr Reykholtsdal eru
jafnafliðandi, lágar hæðir yfir i Hvitárdalinn, svo eiginlega
er dalurinn opinn i báða enda. Bygðhi upp af
Reykholts-dal og fyrir norðan hálsana heitir Hálsasveit, og liggur
hún að mestu leyti i hinum eiginlega Hvitárdai, það er
breiður og mikill dalur með töluverðu undirlendi, þó hann
i daglegu tali ekki beri sérstakt nafn. Fyrir vestan Hvitá
verður undhiendið miklu viðáttumeira, og er aðalsléttan
einu nafni kölluð Mýrar. Sléttlendi þetta takmarkast að
sunnan og austan af Borgarfirði og Hvitá, að norðanverðu
af ýmsum fjallamúlum, sem fyr hafa verið nefndir, milli
Norðurárdais og Hnappadais; að vestan er með ströndu
út-grynni mikið og fjörur. Yið Haffjarðará sameinast
Mýra-láglendið undirlendisræmu þeirri, sem gengur út Snæfellsnes
að sunnan og skilur fjallgarðirm frá sjó. Af dölum þeim,
sem ganga upp frá undirlendi þessu, eru Hnappadalur,
Hitárdalur og Norðurárclalur mestir. Niður af
Norðurár-dai er Staf h o ltstu ngur, um þær renna Norðurá og ÍVerá
i Hvitá. Mýraundirlendið er ákaflega votlent, einkum vestan
til, og mjög iágt yfir sjó, þar eru sumstaðar sökkvandi fen
og foræði og ilt mjög yfirferðar, oft langar krókaleiðir milli
bæja. Austantil og nær fjöllum eru allmargir holta- og
ásahrvggir með mýrasimdum á milli, en vestar fækkar þeim
og flóarnir verða stærri. Bæirnir standa víðast á holtunum
og sumstaðar eru þau vaxin kjarrskógi. Hraunspýjur hafa

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0295.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free