- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
282

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

282

Fl.jót og ár.

víða frá fjöllum riumið niður á láglendið, en sumar hafa
koraið frá gígum á jafnsléttu; taka hraun þessi yfir
all-mikil svæði norðan til á Mýrum.

V. Fljót og ár.

Með því að loftslag á Islandi er mjög saggasamt og
úrkoman mikil, eru árnar margar og stórar, miklu
vatns-meiri sumar en við mætti búast i svo litlu landi. Hinir
þykku jöklar, sem þekja stóra fiáka á hálendinu, eru
nokkurskonar forðabúr, ótæmandi og sifelt veitandi vatni til
allra hliða. Jökulbungurnar draga til sin vætu úr loftinu,
jökuirandirnar siga niður og bráðna, en altaf bætist
jafn-mikið ofan á; þvinær allar stórár á Islandi spretta upp
undan jöklum, þó margar þeirra aukist mjög af bergvatni,

r

sem i þær rennur neðar. A hálendinu fyrir ofan 2500 feta
hæð eru bergvatnsár tiltölulega fáar, en þær verða fleiri og
fieiri er neðar dregur. Einsog fyr hefið verið lýst er hinn
efri hluti hálendisins utan jökla þakinn hraunum, urðum,
möl og roksandi, og mikill hluti úrkomunnar hverfur i hinn
lausa jarðveg, en neðar, i lægðum, dalabotnum og hliðum
koma fram ótal uppsprettur milli laga og sameinast svo i
læki og ár; neðar á hálendinu og á heiðum milli daia eru
víða stórir mýraflákar, sem haida i sér vatni, og eiga margar
ár þar uppruna sinn; á flötum heiðum er afrensli oft lítið
i tiitölu við vatnsmegnið, þar myndast þá tjarnir og vötn i
mýraflákunum og lækir og smáár hiykkjast i ýmsar áttir,
með timanum grafa sumar árnar sig niður og ræsa fram
mýrar og tjarnir. Engin jarðmyndun gleypir eins fljótt
vatnið i sig einsog hraunin, regnið hverfur gjörsamlega i
jörðu og á stórum hraunbreiðum er oft algjörlega
vatns-iaust. nema þar sem bráðnar undan sköflum, svo er t. d. í
Odáðahrauni, Hekluhraunum, á Rej’kjanesskaga og víðar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0296.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free