- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
285

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jökulár.

285

að þær verða skolmórauðar.1) Litblærinu á vatninu getur
breyzt daglega eftir leysingum jöklanna, jökulleðjan i ánum
er meiri á sumrum en vetrum og jökulkvíslirnar eru tærari
og minni morgun en kvöld, vegna kuldans á nóttunni, en
þvi hærra sem sólin ris, þvi meir bræðir hún jökulinn. Við
áhrif næturfrosta á vatnsmegnið verða menn helzt varir á
stuttum jökulkvislum, sem oft í hitasumrum eru ófærar eða
litt færar nema snemma á morgnana. Arferði kalt og heitt,
þurt og vott, hefir mikil áhrif á vatnsmegin ánna; í
hitum og þurviðrum eru bergvatnsár allar litlar, en
jökulár ólmast þá mjög og flæða langt yfir vanalega
far-vegi. Með þvi að vatnsmegin jökulánna er komið undir
leysingu snjós og jökla, þá er stærð þeirra mjög breytileg,
bæði dag frá degi og ár frá ári. Sumar jökulkvíslar hverfa
á vetrum, en verða á sumrum að stórum elfum, sem geta
gert mikinn farartálma. Pvi miður eiga menn enn nærri
engar athuganir um vatnsmegin og leðjuefni i islenzkum
ám, og mundi það þó hafa verklega og visindalega
þvð-ingu ef slikt væri rannsakað.2) Skriðjöklar á Islandi ganga

r

Sökum þess að bergtegundir undir jöklum á Islandi eru svo
mjúkar, er miklu meiri jökullitur á íslenzkum ám en á jökulám í
útlöndum. Landnámsmenn undruðust mjög lit jökulánna, Jþeir
Skalla-grímur kölluðu fljót það, er rennur út í Borgarfjörð Hvitá, »því at
þeir förunautar höfðu eigi sét fyrr vötn þau, er ór jöklum höfðu
fallit. fótti þeim áin undarlega lit« (Egilssaga kap. 28. Rvík. 1892
bls. 73).

2) Pegar A. Helland ferðaðist á Islandi 1881 gerði hann áætlun
um vatnsmegin og jökulleðju í ám þeim, er renna frá Yatnajökli,
komst hann að þeirri niðurstöðu, að frá jöklinum rynni á sumardegi
145 millj. tenings-rnetrar af vatni og í því væri 112 þús. smálestir af
leðju. Hann ætlar að frá Vatnajökli renni árlega 20 þús. millj.
tenings-metrar af vatni (4 eða 5 sinnum meira en alt Pingvallavatn) með 15
millj. smálestum af leðju. Pessi leðja öll orðin að steiui vrði 5V2
millj. ten. m. eða teningsmyndað fjall 176 metrar eða 661 fet á hvern
kant. IJessi reikningur getur eðlilega ekki verið nákvæmur, til þess
að fá fulla vissu þyrfti að mæla vatn og leðju í öllunr ánum daglega
á nótt og degi í nokkur ár; en tölurnar eru þó eitthvað í áttina og
leðjuburðurinn er varla mikið mirrrri. Nú er það sem árnar bera af
sandi, möl og grjóti miklu rneira, og viö það bætist allur iramakstur
skriðjöklanna; sést af því hvílík kynstur af steinefnum íslenzkir jöklar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0299.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free