- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
287

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jökulhlaup.

287

heitum sumardegi, hestar fá kalsa i sig og kviöa
auðsjáan-lega oft fvrir að leggja út i slik vötn. Jökulár frjósa fyr
en bergvötn með jöfnum straumi. Krapaför kalla menn
það, er smáar isnálar myndast á yfirborði þar sem lygnt er,
synda niður með straumi og safnast i stærri fiokka og
spildur, og litur svo út sem snjó hafi verið kastað i ána,
krapi þessi safnast að bökkunum, frýs saman og myndar
skarir, sem loks ná saman i miðjunni. Grunnstingul
kalla menn þann is, er myndast i botni, hann byrjar á þann
hátt. að smáisflögur setjast á steina i botninum, og standa
þær lóðrjett upp á móti yfirborði vatnsins einsog skegg,
þær stækka og aðrar myndast ofan á, svo botninn þekst af
isi, og ef frostið er nógu mikið og langvarandi. kemst isinn
stundum upp úr vatninu. Það kalla menn ágang ef ár
flóa út yfir bakka á vetrum af þvi grunnstingull hefir fylt
botninn og stöðvað renslið, slikt verður oftast i jökulám,
sjaldan i bergvötnum, þvi þau frjósa vanalega að ofan. ls
sem myndast af krapaförum og grunnstingli er mjög
ótrygg-ur. I jökulám, sem á söndum renna, kemur oft fyrir
ein-kennilegur bylgjugangur, stórir hnyklar og drýli á
straum-num og stundum risa afarmiklar bylgjur, þegar grefur undan
sandi og liann byltist um, og ganga þær stundum á móti
straumi.

Ovanalegur vöxtur kemur stundum i jökulár, og þegar
mikið kveður að vextinum og hann verður snögglega, svo
árnar flæða langt yfir vanaiega farvegi, eru það kölluð
hlaup eða jökulhlaup. Til hlaupa geta verið ýmsar
or-sakir, oft verða smáhlaup af stiflum i ám af snjó, krapa
eða is, stundum tæmast stöðuvötn í jöklum þegar vötn grafa
sig undir jökulinn eða vatnsþunginn brýtur stíflurnar,
stund-um ganga skriðjökulstangar þvers yfir árgljúfur og stöðva
vatnsrenslið alveg eða að nokkru leyti, þar myndast, þá
uppistöðutjörn, sem stækkar ört, uns vatnsmegnið er oröið
svo mikið, að þvi lialda engin bönd, jökultanginn brotnar
og áin brýzt fram með fossfalli og jakagangi. Hlaup af
þessu tagi koma alloft fyrir í Skaftafellssýslum, svo hleypur
Jökulsá á Sólheimasandi, Djúpá í Fljótshverfi og fleiri ár.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0301.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free