- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
289

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jökulár.

289

inum sjálfum. Jökulsá á Breiðamerkursandi er þannig ekki
nema fjórðungur miiu á lengd og Jökulsá á Sólheimasandi
rúm míla. og eru báðar mjög vatnsmiklar. Jökulár sunnan
á Islandi ganga oft á engjar og graslendi og valda miklum
skemdum, þar sem þær sifelt eru að breytast og leggjast i
vmsar rásir, einsog t. d. Markarfljót og ýmsar ár undir
Eyjafjöllum og i Mýrdal, en austar er mestait sléttlendi
varla annað en gróðurlausir sandar, straumharðar og
ískaldar jökulkvislar ejða þar öllum gróðri, nema þar
sem landslag verndar grasblettina á einhvern hátt. Þar
sem jökulhlaup eru tíð hafa menn orðið að iiytja bæina upp
i hliðarnar. A Mýrdaissandi voru i fornöld stórar sveitir,

r

en Katla hefir eytt þær ailar, nema Alftaver. sem ennþá er
bygt, þó hlaup hafi oft fossað þar yfir, en hraunhólar hlifa
bygðinni nokkuð. Hjörleifshöfða- og Höfðabrekkubæi hefir
orðið að fiytja upp i fjöliin, þvi hlaupin tóku þá af á
undir-lendinu. Sveitir i Austur-Skaftafellssýslu verndast iiestar af
fjöllum og fjallanúpum fyrir ágangi skriðjökla og
jökui-kvisia, en skiftast sundur af söndum og eyðimörkum. Þar
sem jökulvötn eru lygn og hafa fastar rásir gera þau sjaldan
mein; jökulvatnið ber sumstaðar frjósama leðju i jarðveginn,
bætir grasvöxtinn, og er haft til áveitu. Efnarannsóknir
hafa sýnt, að jökulvatn sumstaðar (Pjórsá og Hvitá) hefir
inni að halda mikii frjóefni (alkalia og fosforsýru).

Jarðeldar og jökulhlaup hafa oft haft mikil áhrif á
stefnu og rensli fijóta. Mest hefir kveðið að þessu i
Skafta-fellssýsiu. Jökulhlaup bera með sér. sem fyr var getið,
mestu kynstur af möl og stórgrýti, svo landslag á sléttlendum
þeim, er hlaupið fer yfir, breytist nokkuð í hvert sinn. A
Skeiðarársandi eru kvíslar og ósar altaf að breytast. og
Kötluhlaupin hafa áhrif á rensli ánna á Mýrdalsandi. Eftir
seinasta Kötlugos 1860 eru árnar alt aðrar en þær voru
eftir gosið 1823. Skaftárhraunin, sem runnu 1783, gjörðu
mikla breytingu á fljótum á Síðu og Meðallandi, og
Eld-gjárgosið, sem liklega hefir orðið einhverntíma á 10. öld,
hefir að öllum likindum mjög brej’tt landslagi og árfarvegum
i Landbroti og Meðallandi. Hin miklu hraun, sem löngu

19

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0303.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free