- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
295

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

r

Ar í Austur-Skaftafellssýslu.

295

þau renua í Hornafjörð. I Fljótunum er mikil jökulleðja,
þar sem þau ílæða yfir sprettur ágætlega, en verður
gras-brestur ef þau leggjast frá. Alarnir og bleyturnar i botni
Fljótamia eru mjög breytilegar, en vanalega vaðið yfir þau
liggur frá Bjarnanesi yfir norðurendann á Skógey, og eru
reknir staurar i botninn til leiðbeiniugar.

Mýrar og Suðursveit eru sundurgrafnar af ótal hvikulum
jökulvötnum, sem kvisiast mjög mn sléttlendið og hafa hin
ofsafengnari skapað aura og auðnir, en hin hæglátari liðast
um graslendin og græða það sem hin spilla. Af
Mýravötn-unum er Djúpá austust, hún kemur undan austurhorninu
á Fláajökli (200’ y. sj.), en að norðan kemur saman við
hana Kolgrafardalsá, sem líka kemur úr skriðjökulstanga,
sem liggur hærra uppi (1200’ y. sj.). Ymsir krókóttir kilar,
sem liðast um sléttlendið sameinast Djúpá neðst, áður hún
fellur saman við Hornafjarðafljót neðarlega. Undan
suð-vesturhorninu á Fláajökli kemur Hólmsá, mikið vatnsfell,
og fiæðir oft yfir stór svæði þegar hlaup eru i henni, saman
við hana tvinnast þá kvislar undan Heinabergsjökli, og er
þar kallað Landvatn, mjmda ár þessar net af kvíslum
neðan til, áður þær falla i Hornafjörð, og eru þar einu
nafni nefndar Einholtsvötn. Kvislarnar undan hinum
eystra Heinabergsjökli eru kallaðar Heinabergsvötn. þau
falla sitt á hvað, eru stundum sérstök, falla stundum i Hólmsá,
stundum i Kolgrimu og stundum skiftast þau og renna saman
við báðar þessarár. Undan hinumvestriHeinabergsjöklikemur
Kolgrí m a, það er mikið jökulvatn, oft illyfirferðar, hún fellur
i Hestgerðislón. Af ám í Suðursveit má nefna Staðará,
Steinavötn og Fellsá, eru Steinavötn lengst og mest
þessara vatna, sem líka öll koma úr skriðjökulstöngum, og
renna þær i hið mjóa lón, sem þar er fyrir ofan
malar-kambinn, og hafa sumpart útrás gegnum Hálsaós, sumpart
gegnum E-eynivallaós.

Undan Breiðamerkurjökli koma margar ár og kvislar,
en hin langmesta af þeim er Jökulsá á
Breiðamerkur-sandi og þó hún sé stutt er hún eitt með stærstu
vatns-föllum á landinu. Jökulsá kemur undan jöklinum vestarlega,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0309.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free