- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
297

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Héraðsvötn.

297

arárjökli, Skeiðará að austan og Súla með Núpsvötnum að
vestan og takmarka þessi vatnsföll sanclinn á báða vegu.
Skeiðará kemur úr jökulkróknum við Jökulfell i einu
lagi. rennur um þveran sandinn i mynni Morsárdals yfir að
Skaftafelli. þar kemur Morsá i hana að norðan, rennur
Skeiðará þá þröngt í djúpri rás með þungum straumi niður
með Skaftafelisfjaili, og er þar altat’ i einu lagi unz
Skafta-fellsá er komin i hana, þá fer Skeiðará að kvislast og rennur
svo suðaustur með Oræfum og fiæmist út um alt, svo
sand-urinn er þar einsog net af kvislum; af því sandinum hallar
austur, er Oræfabygðinni ávait hin mesta hætta búin af
hlaupum úr Skeiðará, enda hefir hún skemt þar margan
fagran engjablett. Skeiðará hefir altaf leitað meira og meira
á austurlandið og útrás hennar og aðalálar hafa færst til
austurs; fyrrum, liklega á 17. öld eða fyr, rann Skeiðará i
Gamlafarvegi austan við miðjan sand, en nær hún hefir
fiutt sig austur að Jökulfelli er óvist; snemma á 18. öld
mun Skeiðará hafa skilið Ingólfshöfða frá landi. (Sbr. bls.
74—75). Ofantil á Skeiðarársandi, nærri jöklinum, eru
vana-lega fáar kvislar, en þær eru þess fieiri þegar neðar dregur,
jökulvatnið síast gegnum sandinn og í sumum lækjum er
það orðið tært er það kemur fram. Jökulhlaup ganga oft
yfir Skeiðarársand og orsakast hin stærri líklega oftast af
eldsumbrotum uppi i Vatnajökli. Vestan við Skeiðarársand
eru Núpsvötn, sem kölluð voru Lómagnúpsá til forna. |)au
eru lika mikið vatnsfall, straumþungt og með bleytum i
botni. Fljót þetta myndast af tveim ám. er saman renna,
Núpsá, sem kemur norðan úr Grænalóni i Vatnajökli, og
Súlu, sem kemur úr Skeiðarárjökli. Núpsá rennur beint
suður um djúpan gljúfradal milli Eystrafjalls og Bjarnar. og
ganga mörg og djúp þvergil niður að ánni, þar heita
Núps-staðaskógar i dalnum, skógarbrekkur i hliðunum milli
gilj-anna Súla er mikið jökulvatn og kolmórauð, hún keinur
þvert austan undan horninu á Skeiðarárjökli og er ekki
nema rúmur fjórðungur milu á lengd. T’egar hlaup koma i
Núpsvötn koma þau vanalega úr Súlu. Fyrir neðan
ár-mótin er fijótið kallað Núpsvötn og rennur það niður með

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0311.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free