- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
299

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ISkaftá.

299

eru tvær kvíslamar, kemur önnur úr kverkinni, þar sem
Fögrufjöll ganga upp í jökulinn, en hin miklu sunnar úr
króknum, þar sem eldgigaröðin mikla gengur i jökul, og
rennur sú kvisl milli jökulrandarinnar og instu
hraunkvisl-anna; milli þessara jökulkvisla bullar vatn fram i ótal
smá-kvislum undan jökulröndinni. Um djúpt gilskarð rennur
líka kvisl úrLangasjó niður i Skaftárbotna ogsameinar sigánni,
en minni kvisl kemur sunnan úr sama vatni og sameinast öðrum
vatnsrásum, sem heita Rótagil, en þau falla i Skaftá norðan
við Uxatind. Skaftá rennur til suðvesturs fram með
Fögru-fjöllum, kvislast þar víða á öræfunum og lónar upp, heitir

P. F. Jensen.

48. mynd. Skaftá hjá Systrastapa.

stærsta lónið Skaftárlón, liggja sumstaðar móbergshryggir

austan að ánni, sumstaðar hraun. Þar sem Skaftá kemur

niður úr þrengslunum við Uxatinda, er í henni foss og fyrir

neðan hann skiftist áin i tvær kvislar, sem lengi renna jafn-

hliða. Frá Uxatindum heldur Skaftá þó sömu stefnu niður

með Skælmgum, þar falla i hana að austan Yarmá og

t t

Grjótá, að vestan Nyrðri-Ofæra og Syðri-Ofæra, þá
beygist hún til suðurs og suðausturs, og fyrir sunnan
Leið-ólfsfell rennur i hana Hellisá að austan. Skaftá rennur á
hraunum niður i bygð, fyrir eldgosið 1783 féll hún fyrir
ofan Skaftártungu um djúpt gljúfur, en það fyltistaf hraunum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0313.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free