- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
303

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jökulsá á Sólheimasandi.

808

er ekki nema mila á lengd, en vatnsmikil, ströng og
stór-grytt, farvegurinn er alldjúpur og 3—400 faðmar á breidd;
við og við koma i hana jökulhlaup liklega af vatnsstifium
uppi i jökli Fúlalækjar-nafnið hefir áin fengið af hinni
megnu jökulfýlu, sem þar er oft. Vestur af Sólheimasandi
koma niður margar smáár úr undirfjöllum Eyjafjallajökuls,
sumt bergvatnsár, sumt jökulár. I Skógaá er Skógafoss
(170 fet á hæð) alkunnur, og Seljalandsfoss (185 fet)
undir Seljalandsmúla, og er bergvatn i báðum. Af jökul-

49. mynd. Jökulsá á Sólheimasandi.

kvislum eru helztar Kaldaklifsá, Holtsá og írá, þær
fiæða oft yfir láglendið og skemma engjar manna.

Vestur af Eyjafjöllum rennur Markarfljót til sævar,
mikið vatnsfall og margkvislað neðantil. Markarfijót sprettur
upp i Torfajökli og Hrafntinnuhrauni, og er 10—17 milur á
lengd eftir þvi i hvern ósinn er talið; það er framan af
krókótt og tiltölulega vatnslitið uns ýmsar jökulkvíslar renna
i það, Hvítmaga frá Tindfjallajökli, Þröngá, Krossá,
Steinsholtsá og Jökulsá frá Eyjafjallajökli. Markaríijót

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0317.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free