- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
315

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Olfusá.

815

Hvítá hefir á stuttnm spöl (hálfa mílu) haft vestlæga
stefnu, en breytir henni eftir aö Brúará er fallin i hana og
rennur þá suöur unz hún aftur breytir stefnu viö horniö á
Hestfjalli. Norður af Hestfjalli rennur i hana Hestlækur
(Slauka) úr Hestvatni. Hjá Hestfjalli er farvegur Hvitár
þröngur og hraun i botni, og hefir það borið við nokkriun
sinnum að Hvitá hefir þar þverrað með undarlegum hætti hjá

r

Arhrauni.1) Yið Hestfjall beygir Hvitá beint vestur og
stefnir á Ingólfsfjall, en þá kemur Sog i hana að norðan
og breytir áiu þá stefnu og nafni og heitir Olfusá úr þvi.

Sogið kemur úr Pingvallavatni og er vatnsmikil á,
brýzt það út úr vatninu hjá Kaldárhöfða gegnum dálitinn
móbergsháls, rennur þar i þröngu gljúfri með striðum straumi
og iðukasti. Siðan rennur Sogið fyrst gegnum
Úlfljóts-vatn, siöan um Alftavatn og niður i Hvitá hjá
austur-horninu á Ingólfsfjalli. Hjá Syðri-Brú i Grimsnesi eru
þrír fossar i Soginu og skamt á milli, þar er efst
Ljósa-foss, svo írafoss i miðið. hæstur, og neðst Kistufoss.
Brú er nú á Soginu hjá Alviöru. I fingvallavatn rennur
að norðan Oxará, hún kemur úr Myrkavatni hjá Súlum,
fellur niður i Almannagjá meö snotrum fossi, rennur svo
kippkorn eftir gjánni i Drekkingarhyl, brýzt svo austur úr
og kvislast um vellina áður en hún rennur i vatnið. Oxará
var i fornöld veitt í gjána, en rann áður fyrir vestan
Al-mannagjá og niður i Þingvallavatn skamt fyrir austan
Skálabrekku, sést farvegurinn enn glöggur og er kallaður
Arfar.2) Sunnan i Pingvallavatn rennur Ölfusvatnsá.

Eftir að Sog er runnið i Hvítá er Ölfusá, sem þá hefst,
afarmikið vatnsfall, og rennur svo til suðvesturs fyrir
Ingólfs-fjall, þar er brú yfir hana hjá Selfossi. Hjá Arnarbæli og
Kaldaðarnesi er áin mjög farin að breikka og myndar svo
hálfrar mílu breiðan ós með mörgum eyrum, unz hún dregst
aftur saman aö útfallinu, hjá < seyri vestur af Eyrarbakka,

•) Svo hefif koniið fyrir á árunum 1594, 1702, 1829, 1864 og
lík-lega oftar. Sbr. Andvari 1889. bls. 95-96. Annálar Björns á Skaiðsá
II, bl.-3. 8. Arb. Esp. V, bls. 78. Hests- og Filjaannálar.

-) Árbók fornlf. 1881, bls. 22-23. Sturlunga (1878) 1, bls 203.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0329.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free