- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
316

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

316

Fl.jót og ár.

sem er 450 álnir á breidd; þar er ferja.1) í breikku Ölfusár
fellur Yarmá, sem kemur upp i Hengladölum og rennur
þverf niður Ölfus, neðan til er hún kölluð Porieifslækur.
Yatn úr hinum mikla mýrafláka í Ölfusi, Forinni, safnast
saman i Garðsá, sem rennuri Búlkhúsós fyrir neðan
Arnar-bæli. Fyrir utan Ölfusá er ósalt vatn á sjónum langt út
eftir. Stundum hafa á vetrum komið allmikil hlaup i Hvitá
og Ölfusá, svo flóð og jakahrannir hafa brotist inn á hinar
neðstu bygðir.2) Slik hlaup orsakast liklega af jakastiflum
i þrengslunum við Hreppa fyrir neðan Gullfoss eða
annars-staðar þar sem þrengsli eða krókar eru á ánni.

A Reykjanesskaga eru hvorki vötn né ár sem teljandi
sé, úrkoman hverfur i hraunin og kemur viða fram i
upp-sprettum i fjörumáli (i Selvogi, Hraunum og viðar). Af
lækjum norðan á nesinu er Kaldá kunnust, upp af
Hafnar-firði, hún kemur upp i smáaugum og uppsprettum norður
af Helgafelli, rennur svo spölkorn eftir hrauninu niður hjá
Kaldárseli, hverfur dálitlu neðar undir hraunið, sogast niður
i sprungur og katla. og sést ekki framar;3) likiega eru þó
sumar af uppsprettunum i fjörumáli i Hraunum frá henni
komnar. Pegar norðar dregur út úr hinum nýrri hraunum
fjölgar vatnsrásunum. Elliðaár koma úr Eiliðavatni, en i
það rennur Hólmsá, þá er Korpúlfsstaðaá og
Leir-vogsá, hún kemur úr Leirvogsvatni, i henni er
Trölia-foss; renna allar þessar ár i vogana, er skerast imi fyrir
norðan Seltjarnarnes. Laxá i Kjós er allvatnsmikil á, oft
ill yfirferðar i vatnavöxtum, i henni drukknaði Oddur
Gott-skálksson lögmaður árið 1556, ofan til i ánni eru margir
fossar; Laxá kemur úr Stiflisdalsvatni og rennur út i
Hval-fjörð. I botn Hvalfjarðar renna: Brynjudalsá, i henni er
foss neðst og hellir undir (Bárðarhellir), og Botnsá, hún

t

*) Um ferjuna í Oseyiarnesi sjá Minnisverð tíðindi II, bls 432.
ísafold XIV, bls. 115—116.

2) Mikið hlaup kom í Ölfusá 11. janúar 1888 (ísafold XV, bls. 25
—26) og annað minna í janúar 1903 (Fjallkonan 1903, bls. 16).

3) Pjóðsögur um Kaldá. fjóðsögur og munnmæli. Rvík. 1899,
bls. 116.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0330.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free