- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
328

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

328

Fl.jót og ár.

en við Sanclá 1200 fet yfir sævarmáli; siðan lækkar aftur
er fljótið brýzt igegnum Hrafnabjörg og þar er
Aldeyjar-foss.1) fyrir sunnan Mýri, mjög fagur foss með stuðlabergi,
þar fyrir neðan er dalbotninn 900 fet yfir sjó, og hallar
honum smátt og smátt niður á við; fyrir ofan Ljósavatn er
Goðafoss, þar eru tvær brýr yfir fljótið, og er
aðalvatns-megnið i hinni eystri kvislinni. Undan Fljótsbakka er fljótið
eigi meira en 150 fet yfir sævarmáli, þó eru fossar neðar,
Barnafoss og Uilarfoss. Efst i bygðinni rennur austan
i Skjálfandafljót Suðurá, sem kemur úr Suðurárbotnum i
Odáðahrauni, en i hana rennur Svartá úr Svartárvatni.
Að vestanverðu fellur Mjóadalsá sunnan i fljótið, i hana
fellur Grjótá að vestan, en Fiskiá að austan úr
Ishóls-vatni, þá rennur Eyjadalsá einnig i fljótið að vestanverðu
og Djúpá úr Ljósavatni rétt fyrir ofan Pingey, sem sýslan
tekur nafn af. Skjálfandafljót rennur alstaðar á hrauni niður
að Ullarfossi, þó möl og sandur sé viða ofan á, svo fellur
fljótið að lokum út i vesturhornið á Skjálfandaflóa, og eru
þar sandar allviðáttumiklir fyrir flóabotninum.

I austurhorn Skjálfandaflóa rennur Laxá, vatnsmikil
bergvatnsá, nærri 7 milur á lengd, hún kemur úr Mývatni
og rennur alla leið á hrauni, er þvi holótt og staksteinótt
i botninn og vöðin víða slæm. Laxá rennur úr Mývatni
suður af Vindbelgjarfjalli og hefir þar orðið að brjótast
gegnum gömul hraun, svo hún er i mörgum krókóttum
kvislum. í*ar kemur Kráká í hana sunnan af öræfum og
sprettur upp suður af Sellandafjalli. Siðan rennur Laxá
niður Laxárdal, þar sem hún kemur útúr dalnum fyrir ofan
Grenjaðarstaði rennur hún i gljúfri, og eru tvær brýr á
kvíslum árinnar, og eru þar fossar (Brúarfossar) og
skógi-vaxnar hrauneyjar í ánni. Þvinæst rennur Laxá niður
Aðal-reykjadal norður til sævar. í hana rennur að vestan
Reykja-dalsá (Eyvindarlækur) gegnum smávötn, en að austan
neðarlega Mýrarkvisl (Reykjakvisl), sem lika rennur
gegn-um ýms vötn og heitir efst Geitafellssá. Nærri mynni kvislast

Aldeigjufoss, Eldeyjarfoss?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0342.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free