- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
332

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

832

Fl.jót og ár.

Hafralónsá austust, hún er langvatnsmest og kemur úr
Hafralóni, i hana rennur Heljardalsá Allar þessar ár
fl}’tja mikið vatn til sævar, einkum i leysingum á vorin, þvi
aðdragandinn er iangur. A Langanesströndum er
Saur-bæjará nyrzt, hún kemur úr vatni uppi á heiði, það er
la/2 milu frá sjó, en þar er þó æðarvarp i hólmum; þá er
Miðfjarðará og jínsar smáár (Hólkná, Bakkaá o. fl.).

Til Vopnafjarðar renna þrjár langar ár og vatnsmiklar.
Nyrzt þeirra er Selá, hún er stórsteinótt og malarhjallar
miklir fram með henni. oft er hún tii farartálma á vorin i
leysingum, þvi hún hefir langan aðdraganda og sprettur
upp i Grrímstaðafjaligarði, i hana rennur Hrútá að
norð-vestan. Vestrárdalsá rennur i Njpsfjarðar-lón, hún kemur
úr vatni uppi á heiðum, sem heitir Arnarfjarðarvatn, i það
vatn rennur önnur á, sem heitir Skeljungsá. Hofsá
(Vopnafjarðará) er mest og lengst (9—10 milur), hún kemur
upp á Jökuldalsheiði, austan við J\[öðrudalsfjaligarða, úr
smávötnum (Háfsvötn), og heitir kvislin þar Leirvatnslón, i
hana fellur önnur kvisl úr Sænautavatni. Niðri i bygð
rennur i Hofsá gagnvart Hofi Sunnudalsá, sem kemur
niður Hraunfellsdal. Hofsá er allvatnsmikil og miklir
mel-hjallar fram með henni, hún fellur út i botn Vopnafjarðar.

I Héraðsflóa falla tvær stórár, Jökulsá á Brú og
Lagar-fljót, sem báðar koma sunnan úr Vatnajökli og renna til
norðausturs. Jökulsá á Brú (eða Jökulsá á Dal) er 18
milur á lengd og vatnasvið hennar 70 ferh. m., hún kemur
i kvislum undan Brúarjökli hérumbil á 2200 feta hæð yfir
sjó. Aðaláin kemur undan Brúarjökli vestan til og sameinar
sig Jökulkvisl. sem kemui’ að austan úr litlu vatni við
Pjófahnúka og fær mörg aðrensli undan jöklinum, siðan
rennur Kringilsá i hana að vestan og neðar sama megin
Sauðá, allar þessar ár koma undan Brúarjökli. I Kringilsá
er fagur foss, og á henni er kláfdráttur, sem leitarmenn
nota.1) Jökulsá rennur i gljúfrum miklum (við Hafrahvamma)

’) Héruö þessi næst jöklinum hafa eigi verið nægilega rannsökuð
og því eru Uppdrættir Islands á þessu svæði eigi áreiðanlegir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0346.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free