- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
340

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

84-4

Stöðuvötn. 354

allra hraunvatna á íslandi. grunt og ákaflega vogskorið, en
hraun og eldgigahópar þvinær alt í kringum vatnið, i það
rennur fjöldi af uppsprettum og eru sumar volgar.
Græna-vatn og Sandvatn hafa vist myndast á sama hátt. einnig
Svartárvatn við Odáðahraun og fjöldi smátjarna við Suðurá.

r

A mörgum öðrum stöðum eru slikar tjarnir og smápollar i
hraunum eða við hraunrandir, hafa tjarnir þessar oftastmyndast
af uppsprettum undan hraununum, eða af afrensli nálægra
jökla. Eldgigavötn eru hér og hvar um miðbik Islands. en
hvergi eru þau eins stór og margbreytileg einsog vestur af
Skaftárjökli, og er sá vatnaklasi kallaður Fiskivötn eða
Veiði-vötn. Sum af hinum stærri vötnum eru mynduð af mörgum
gígahringum einsog t. d. Snjóölduvatn, önnur eru i
einstök-um stórum gígum einsog t. d. Tjaldvatn og Fossvötn, flest
af hinum vötnunum eru i hraunlautum, og eldgigir margir
i kring og sumir á eyjum i vötnunum; sumstaðar kvað vera
djúpar skálir og hraungjár á vatnsbotnunum. I eldgignum
Yiti vestan í Kröflu er nú lika 1000 feta breið tjörn og eins
i niðurfallinu suðaustan til i Öskju. Þá eru hin kringlóttu
vötn Grænavatn og Gestastaðavatn hjá Krisuvik líklega gömul
gigavötn o. s. frv.

Fjöldamörg vötn hafa áður verið til á Islandi, sem nú
eru horfin; víða á láglendum og í dölum hefir árburður fylt
gömul vötn og sum eru orðin að mýrum og grasiendi. Þá
má ehinig sjá þess merki, að sumstaðar hafa verið stór vötn
á isöldu, sem nú eru horfin, flest voru til um það leyti er
jöklar voru að bráðna af landinu. Pannig sjást t. d. glöggar
menjar þess, að langt vatn hefir verið i Fnjóskadal um lok
isaldar, það hefir verið 4—5 milur á lengd og 40—50 faðmar
á dýpt.1) Hvitárvatn hefir lika til forna verið miklu stærra
en nú, það sést á gömlum strandlinum og fjöruborðum i
hæðum kringum vatnið, Hvitárvatn hefir þá verið 50 föðmum
dýpra en nú, og hefir verið stiflað að framan af
skrið-jöklum, sem gengið hafa yfir hálendið frá Hofsjökli, annars

’) f. Th. Ferðir á Noiðurlandi (Andvari XXIII. 1898, bls.
107, 110.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0354.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free