- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
342

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

84-4 Stöðuvötn.

r

mjög skilyrði iifsins. A djúpi er enginn æðri gróður. en i
grunnnm vötnum og tjörnum er oft sef og starargróður. og
nokkuð út i vatninu vatnsnál. fergin, horblaðka, vatnasóley,
brúsahöfuð o. ii., en dýpra ýmsar tegundir af nykru
(poia-mogeton) og mara (myriophyUum). I Þingvallavatni vex
mikið af einskonar grænum þara (chara og nitella), þar sem
botninn er ekki altof leðjuborinn, einkum á 7—16 faðma
dýpi. hann getur orðið hávaxinn. fullar 2 álnir og vex oft
í stórum breiðum.1) Af slorpungum (nostoc), grænum eða
mórauðum fikjumynduðum sveppum eða pungum (þörum),
vex ákaílega mikið i sumum vötnum, við Mývatn og vötn
á Mývatnsheiði sjást stundum þykkar rastir af pungum
þessum.

Jurtarek (phytoplanlcton) mun vera nokkuð i vötnum á
Suðurlandi, en liklega lítið eða ekkert i fjallavötnum og i
vötnum á Norðmiandi. I í5ingvallavatni hefir fundist
all-mikið af örsmáum kisilþörungum (diatomeum) með svipuðum
tegundum og eðli einsog þesskonar rek er í Mið- og
Norður-evrópu á vetrum og snemma á vorin, lika smáir
grænþör-ungar nokkrir, en i Mývatni fanst ekkert jurtarek, en
ein-göngu dýrarek.2)

I flestöllum vötnum er nokkuð dýralif og i sumum
mikið. A yfirborði vatna mun viðast á sumrum vera
tölu-vert dýrarek (zooplanlcton), smátt dýralíf, er þroskast ákaflega
fijótt i heitustu sumarmánuðunum. í>ar á meðal eru margar
krabbafiær (daphniœ), sem fjölgar ótrúlega fijótt.3) Af stærri
vatnadýrum lægri flokka er viða mikið; i mörgum vötnum
er fjöldi af vatnabobbum (mest ýmsar tegundir af LimuœaJ,
örlitlum vatnaskeljum (pisidium) og smákröbbum, einkum
skötuormum (lepidurus); þá er i mörgum vötnum urmull af
mýflugulirfum, hrossaflugu- og vorflugulirfum; Mývatn er
stundum sumstaðar einsog korgur af eintómum mýflugu-

1) s. st. bls. 89.

2) Ostenfeld og Wesenberg-Lund s. st. bls. 1143.

3) Af daphnia longispina fýllist Mývatn á sumrum. „D. 1. which

in its short lifetime fills the water with huge masses". S. st.

bls. 1144.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0356.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free