- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
343

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Pingvallavatn.

343

liíðnm og dauðu mji. Af öllu þessu er mikil fæða fyrir
hin æðri dýr.

Yið vötn er viða mikið af fuglum, sérstaklega er
Mý-vatn frægt fyrir andavarpið, sem þar er, þar verpa um 20
tegundir anda og sumar sjaldséðar annarsstaðar; algengastar
eru þar húsönd, dúkönd, urt, stokkönd, hrafnsönd, og mjög
mikið er þar af seföndum, toppöndum og lómum. Yið
fjalla-vötn er viða fjöldi af álftum, t. d. á Arnarvatnsheiði og
Tvidægru, við Hvitárvatn og Yeiðivötn, lómar, grágæsir og
heimbrimar eru og algengir til fjalla, en á stöku stað verpa
veiðibjöllur einsog t. d. i Sandey i Pingvallavatni.

Veiðiskapur i vötnum hefir allmikla þýðingu fyrir sum
bygðariög. I ósöltu vatni á Islandi eru ekki aðrir fiskar
en laxar, silungar á ýmsum aldri og með ýmsum afbrigðum,
hornsili og álar. Mest veiðivötn á Suðurlandi eru:
Þing-vallavatn, Apavatn. Hestvatn og Gislaholtsvatn; á
Norður-landi Mývatn, Svínavatn, Yesturhópsvatn, Höfðavatn,
Laxár-vatn og Ljósavatn. fá er mikil veiði i Fiskivötnum á
Tvidægru og Arnarvatnsheiði og í Yeiðivötnum upp af
Skaftártungu.1)

Pingvallavatn er stærst og merkast allra stöðuvatna
á Islandi. Pað er rúmlega tvær ferh. milur að flatarmáli.
2Vs milu á lengd og l1 4 mila á breidd, en 58 faðmar á
dýpt þar sem dýpst er.2) í’ingvallavatn liggur einsog
kunn-ugt er i Arnessýslu, suður af alþingisstaðnum forna, í djúpri
lægð austan undir brattri hlið Mosfellsheiðarhálendisins;
hraun liggja að þvi að norðan og austan, en móberg viðast
að vestan og sunnan. Frá norðurenda vatnsms er jafn

Bjarni Sæmundsson telur svo, að í vötnum í Suðursýslum veiðisr
að meðaltali á ári 161.300 silungar með 119,000 punda Jþyngd, en á
Norðurlandi 124,500 silungar með 135,500 punda þyngd, samtals
285,800 silungar með 254,500 punda þunga (Andvari 1897, bls. 123;
1901. bls. 74—75), en þá er ótalið það sem veiðist á Vestur-og
Austur-landi og í fjalla og heiðavötnum. lJetta sýnir að silungsveiðin er ekki
svo lítil búbót fyrir íslendinga.

2) Bjarni Sœmundsson heíir rannsakað l’ingvallavatn og lýst því
ágætlega í Andvara 29. árg. 1904, bls. 80—102 og i Geograíisk
Tids-skrift 17. bindi 1904, bls. 175—181, þar fylgir dýptakort og myndir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0357.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free