- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
357

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mývatn.

857

r

andavarp og hvergi á Islandi eru eins mörg andakyn einsog
við Mývatn. I hinum volgu vikum er allmikið jurtaiíf, mest
þúsundblöð og vatnaöx og urmull af slorpungum.
Smá-dýralíf er þar og mikið i velgjumii, vatnabobbar, mýlyrfur,
smákrabbar og hornsili. Af þessu leiðir aftur að Mývatn
er ágætt veiðivatn og er siiungsveiðin mikil búbót fyrir
Mývetninga. Við Mývatn og Laxá ofan til er mikill
mý-vargur, sem gjörir mönnum og skepnum mikil óþægindi.1)
Grænavatn er litið vatn fast fyrir sunnan Mývatn, það er
grunt og með svipuðu eðli einsog Mývatn sjálft. A afréttum
norðaustur af Mývatni er Eilíf svatn (114-1’) hjá Eilifsfjalli,
þar hefir áður verið bær, sem nú er i eyði. Langt suður
á öræfum fyrir sunnan Dyngjufjöll, milli þeirra og Vaðöldu
er Dyngjuvatn (2220*), stórt vatn en mjög grunt og
breytilegt, svo mikill hluti þess þornar stundum og hverfur.
Dyngjuvatn er ekki annað en stór jökulvatnspollur i lægð
á sandi, renna þangað margar jökullænur undan vesturhorni
Dyngjujökuls, en sumt vatnið siast þangað gegnum sanda.

r

Ur vatninu er mikill farvegur norðaustur i Jökulsá fyrir
norðan Vaðöldu, sem fyllist i leysingum og þornar á milli.

A Melrakkasléttu eru mörg vötn og eru sum allstór,
mörg þeirra eru uppi á heiðum og mörg lika við sjó,
að-greind frá hafi af mjóum malarrifjum, viða eru smáhólmar
í vötnunum með æðarvarpi, og silungsveiði góð er i mörgum
þeirra. Erarn með’ norðurhluta Sléttu má heita að sé
óslitin röð af vötnum og lónum. Par eru meðal margra
ann-ara Kötluvatn, Sigurðarstaðavatn.
Blikalón,Skinna-lón, Hraunhafnarvatn, Eggversvatn o. s. frv. I
heið-unum inni á Sléttu eru 40—50 vötn og tjarnir og eru Rif
s-æðavötn einna stærst, milli vatnanna eru urðir, holt og

r

fúaflóar. A Axarfjarðarheiði eru Gæsavatn,
Arnarstaða-vatn o. íi. vötn, en austar og sunnar Deildarvatn,
Pernu-vatn og Viðarvatn stærst Suður af Sléttu, en vestut’ af

Meira um Mývatn má lesa í Geograíisk Tidskrift XVIII, 1905,
bls. 81-46 og í Andvara IX, 1883, bls. 22-32; XI, 1885, bls. 39—41,
46- 49, 120-123; XX VII, 1901, bls. 54-60.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0371.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free