- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
361

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Langisjór.

361

Vatnið er ljósgrænt á lit af jökulleirnum, er berst i það frá
skriðjöklinum. sem gengur út i norðurenda vatnsins; viða
ganga höfðar og nes út i vatnið, og hálendar eyjar eru i
þvi sumstaðar, einkum að sunnanverðu. Fjallgarðarnir
beggja megin eru viðlika háir, (28—3500’) brattir og
klungr-óttir, með hvössum eggjum og tindum, alstaðar er
gróður-laust fram með vatninu. Suður úr Langasjó rennur litil
kvisl til Skaftár, en aðalafrenslið til sömu ár er i gegnum
djúpt • gljúfur i Fögrufjöllum nærri jökli. A
Landmanna-afrétti norður og austur af Torfajökli er heilmikið af
smá-vötnum, austast er Kirkjufellsvatn og rennur úr þvi
Kirkjufellsós norður i Tungná, þá eru Kýlingavötn, tjarnir
með mfrum og haglendi i kring. Fyrir vestan Námskvisl
eru mörg vötn i lautum milli móbergsfella og hrauna, þau
virðast djúp, en ekki hafa menn orðið varir við veiði i
þeim, enda er gróðurlaust i kring. Par er
Frostastaða-vatn (1944’), Tjörfafellsvatn, Eskivatn,
Loðmundar-vatn o. fl. tá má nefna Torfavatn sunnan við
Torfa-jökul, úr þvi rennur i Markarfljót.

I óbygðum fyrir norðan Tungná er stór vatnaklasi,
sem Landmenn kalla einu nafni Veiðivötn. en
Skaftfell-ingar Fiskivötn. Þau liggja fyrir norðan og vestan
Tungnárfjallgarðinn og taka yfir 8 til 10 ferh. milna svæði.
Nágrenni vatnanna er alt eldbrunnið og sum vötnin liggja
i gömlum eldgigum, milli þeirra eru vikrar og gjallhrúgur,
öldur og hryggir, og undir þeim viða hraun. Lengsta
vatnaröðin liggur norðaustur með Tungnárfjöllum að
vestan-verðu, syðsta vatnið í þessari röð heitir Snjóölduvatn, það
er nærri mila á lengd og fjórðungur milu á breidd; við vatnið
eru margir stórir eldgigir, ogvikurnar erumargarbogadregnar.
af þvi þær skerast upp i gamlar eldborgir og jarðföll. Tvö nes
ganga út í Snjóölduvatn að norðan og skerast allstórir flóar

9

inn á milli þeirra. Ur vatninu rennur stuttur ós beint niður i
Tungná. Nokkru ofar er Grænavatn litið, þá Litlisjór
og nyrzt Stórisjór, það er stórt vatn rúmlega l1/^ mila á
lengd og nærri hálf mila á breidd syðst, en mjókkar norður
eftir. Að sunnan og austan ganga Tungnárfjöll með bröttum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0375.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free