- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
1

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VII. Jöklar.

A Islandi eru öll skilyrði fyrir því, að þar geti
myndast stórir jöklar. Hér er eyjaloft, kalt og saggasamt.
bæði við sjó og uppi á hálendi, þó eru skilyrði
jöklamjmd-unar flest ogmest suðaustantil á landinu, þar gengur fjallaklasi
hár og mikill niður undir sjó og úrkoman er þar mest,1)
þar hafa því myndast hinir mestu fanna- og jöklaflákar,
Yatnajökull og Mýrdalsjökull. Yeðráttufar er mjög
breyti-legt í ýmsum héruðum á Islandi og árferði mjög mismunandi,
svo að harðindi og góðæri skiftast á í löngum köflum.
Sunnan og vestan til á landinu er veðráttufar oftast
óstöð-ugt á vetrum. hvassviðri tið og rigningar, hriðar og blotar
á vixl, þar er þvi oft auð jörð á vetrum heila mánuði, þó
fannkomur séu miklar norðan og austan á landinu og uppi
á hálendi, þar sem úrkoman oftast verður að snjó.
Breyti-legt veðráttufar í ýmsum landshlutum veldur því, að
snæ-linan og takmörk stöðugra fanna liggja mjög mismunandi
hátt i ýmsum héruðum, og hafisár og árferði hafa mikil
á-hrif á stærð og legu fanna þeirra, sem næstar eru fyrir
neð-an snælinu. Pegar hafis liggur lengi við land, tekur
stund-um ekki klaka úr jörðu í bygðum á nyrztu kjálkum
lands-ins og fannir þiðna ekki alt sumarið, þó þær liggi niður
undir fjöru. Pað er því mjög örðugt að fá fulla vissu um
hin neðri takmörk snævarins í vmsum héruðum Tslands, til

Úrkoma á Berufirði er 1115 mm (43 þml.) á ári, í
Stykkis-hólmi 624 mm (24 þ.), í Grímsey 373 mm (14 þ.).

1

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0013.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free