- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
2

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

2

Jöklar.

þess þarf langar og nákvæmar athuganir um löng árabil.
Pví breytilegri sem hinar ytri kringumstæður eru og þvi
meiri mismunur sem er á árferði landsins, þvi breytilegri
eru takmarkalinur snævar og jökla, fanna og jurtagróðurs.
Til þess þó að fá nokkra hugmynd um útbreiðslu snjóar
og jökla, eftir hæð og landslagi i ýmsum héruðum. má hugsa
sér þrennskonar hæðalinur eða takmarkalinur. Efst er þá
hin eiginlega snælina, sem takmarkar samanhangandi
snjó-breiður á fjöllum, sem aldrei þiðna, hvernig sem árferði
er; þessi lina fylgir neðstu rönd hjarnsnjóar á hájöklum,
en skriðjökuls-tangar ganga víða langt niður fp^ir hana,
stundum eitt eða tvö þúsund fet. Fyrir neðan snælinuna
tekur við belti af hjarnsköflum, sem liggja dreifðir eða i
hópum i lautum hálendis og fjalla, þiðna aldrei fullkomlega,
jafnvel ekki i hitasumrum, en minka að eins og stækka eftir
árferði. Pá kemur hið næsta skaflabelti, sem er
hre^^fan-legast og breytilegast, það eru skaflar, smáir og stórir, sem
mjög eru bundnir við árferði og landslag og hverfa
stund-um algjörlega i hita og þurkasumrum, en hafa mestan vöxt
og viðgang, þegar kalsa- og saggasumur koma á eftir
snjóa-vetrum.

Við Drangajökul austanverðan er snælinan 1300 fet yfir
sjó, en að vestanverðu 2000. xl heiðunum kringum- jökul
þenna eru stórir hjarnskaflar á víð og dreif á 800—1600
feta hæð yfir sjó, sem sjaldan eða aldrei þiðna, mundu þeir
taka yfir margar ferhyrningsmilur, ef þeir væru sameinaðir
í eina fönn, en sumrin 1886 og 1887 voru og fjöldamargar
fannir miklu neðar, sumar niðri við fjöru, þar sem hlé var
og afdrep, bæði á Snæfjallaströnd og í Aðalvík, svo er oft
á sumrum. Snælínan nær austanvert á Vestfjörðum lengra
niður en annarstaðar á íslandi, þvi loftslag er mjög
hrá-slagalegt á þessum útkjálka, úrkoman er allmikil og hafísar
Í>ar offc við land, en sjórinn skerst inn beggja megin.
A Snæfellsnesi er enginn jökull nema Snæfellsjökull, þar er
snælínan 2600 fet yfir sjó að norðaustan, en 3200 að
suð-vestan, hér og hvar á fjallgarðinum eru þó fannir á
sumr-um niður að 1600 feta hæð. Á hálendinu norðanlands ligg-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0014.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free