- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
3

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jöklar.

8

ur snælínan hærra en annarsstaðar, í Ódáðahrauni sjást
sjald-an skaíiar á sumrum fyrir neðan 3200 fet yíir sjó og í
norð-urbrún Yatnajökuls iiggur snælínan við Kistufell 4150 fet
yfir sævarmáli, i Dyngjufjöllum 4500 fet. Skriðjöklar ganga
þó lengra niður, og neðsta röndin á Dyngjujökli er 2438
fet yfir sjó. Þegar nær dregur hafi fyrir norðan, lækkar
snælinari aftur, og í fjöllum við Mývatn og Bárðardal liggja
stórar fannir á sumrum á 22—2500 feta hæð, en engin fjöll
eru þar svo há að þau nái snælínu, svo jöklar hafa ekki
getað myndast nema á Kaldbak, milli Eyjafjarðar og
Skjálf-anda, enda er loftslag fremur kalt og hráslagalegt á
þess-um skaga og skaflar ná þar á sumrum víða niður á 1000
til 1300 feta hæð (t. d. á Flateyjardal og Leirdalsheiði).
Sunnan i Yatnajökli lækkar snælinan allmikið, á Oræfajökli
nær hún niður að 2200 feta hæð að austanverðu og er að
framan 3000—3500 fet yfirsjó; skriðjöklar ganga þar margir
nærri niður að sjó og endinn á Breiðamerkurjökli var 1894
aðeins 29 fet yfir flæðarmáli (1903 50 fet), en
skriðjökulsend-arnir eru allbreytilegir eftir árferði. A Austurlandi er
lofts-lag miklu rakasamara i Fjörðum en á Héraði og úrkoman
þvi meiri sem sunnar dregur, snælínan lækkar þvi suður
eftir, jökulmyndanir eru þvi fáar norðantil á Austfjörðum
(Dyrfjöll, Fönn), en meiri sunnan til (Prándarjökull,
Hofs-jökull). A Austfjörðum ná dreifðar fannir viðast niður að
1500—1700 feta hæð, á hálendisröndinni, milli
Mýrdalsjök-uls og Yatnajökuls, að 1900—2200 fetum. Sunnan við
Lang-jökul er hæð sumarskafla viðast 16—1900 fet. Um hæð
snælin-unnar skal nánar getið þar sem hinum einstöku jöklum er l}fst.

Allir hjarnjöklar á Islandi liggja á hálendi eða á
há-fjöllum, en senda þó allviða skriðjökulstanga niður á
lág-lendi jafnvel niður undir sjó. Jöklarnir á Islandi taka yfir
mikið svæði, 245 ferh. milur1) og eru langstærstir i Norður-

t

Stærðatölur jökla og hrauua eru mældar á Uppdrætti Islands
og geta því eðlilega ekki verið alveg nákvæmar, en þær eru nærhæfis
eftir þeirri þekkingu, er vér nú höfum, nákvæmar tölur fást ekki fyr
en búið er að mæla landið vandlega, einsog nú er byrjað.

1*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free