- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
6

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

6

Jöklar.

aur og grjóti berist fram á láglendi. Hin mestu og
hættu-legustu jökulhlaup orsakast af eldgosum, sem verða undir
jöklum, svo eldfjallið alt i einu bræðir af sér nokkurn eða
mikinn hluta jökuls þess, sem á þvi hvílir. Ef jökulbreiðan yfir
eldvarpinu er afarþykk og víðáttumikil, geta eldöflin ekki
ráðið við hana. Pegar stundum gýs langt uppi i Vatnajökli,
i hinum miklu hjarnbreiðum, stendur reykjarmökkur upp úr
jöklinum, gat bráðnar i kringum eldvarpið og ár vaxa, þær
sem frá jöklinum renna, en opið sígur fljótt saman aftur
og jökullinn verður innan skamms jafnheill einsog þar hefði
aldrei nein umbrot verið. En gjósi eldfjöll i röndum hinna
miklu jökla eða nálægt þeim, eða sérstök eldfjöll hulin jökli,
þá hefir gosið meiri áhrif, af þvi jökulisinn er þar þynnri,
svo eldurinn nær að bræða hann og brjóta, þá verða stór
jökulhlaup um þær sléttur, sem næstar eru, og hlaupa
vatns-flóðin vanalega niður þær vatnsrásir, sem stærstar eru. Slik
eldvörp þekjast þó líkafljótt aftur af snjó og ís, þó merki þeirra
sjáist, af því jöklarnir eru þunnir.

Jökulhlaup um Mýrdalssand, þegar Katla gýs, eru oft
stórkostleg, þau hafa oft gert mikið tjón, eytt einstaka bæi
og heilar sveitir. ?ar hefir svo mikill aur, sandur og
stór-grýti borist fram, að ströndin hefir breyzt mikið siðan á
land-námstið. Hjörleifshöfði er nú einstakt fjall á sandinum,
með mörgum dröngum i kring, þrjú til fjögur þúsund álnir
frá ströndu, en hann var áður strandarhöfði, er skagaði
fram i sjó, þar gekk inn fjörður, sem hét Kerlingarfjörður
(Höfðafjörður), hann er nú horfinn,1) en ekki vita menn með
vissu, hvernig hann hefir legið; sjór gekk til foma upp að
Skiphellir, sem nú er 2700 álnir frá sjó, og í Vikurkletta, og
margar aðrar breytingar hafa orðið á ströndinni. Við hvert
Kötlugos breytast vatnsrásir á Mýrdalssandi, ný fijót
mynd-ast, en hin eldri hverfa (I. bls. 302). Jökulhrannir, þaktar
grjóti og aur, liggja árum saman á söndunum, þvi þær eru
oft mjög lengi að bráðna, er möl þekur þær; oft má sjá ís

’) Landnáma (I. 6) nefnir þennan fjörð, en frásögnin er
ógreini-leg og höfundurinn hefir ekki verið vel kunnugur á þessu svæði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0018.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free