- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
7

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jöklar.

7

ixinan í sandhryggjum og hólum löngu eftir hlaup. Sumir
hólar á söndum eru líka kallaðir »jöklar« löngu eftir að úr
þeim er bráðnað, t. d. hólarnir fyrir neðan Höfðabrekkufjall,
Höfðabrekkujökull og Austurjökull, beggja megin við
Múla-kvísl, Lambajökull, austur af Hjörleifshöfða o. fl. Oft
mynd-ast djúpir hverir eða hvilftir á söndum, þar sem ísjakar
hafa bráðnað og er hættulegt að koma nærri þeim sakir
sandbleytu.

Hlaupin, semgengið hafa yfir Mýrdalssand, þegar Katla
heíir gosið, hafa verið mjög misstór, en flest þeirra hafa þó
gert mikið skurk og sum miklar breytingar á landslagi.
Arið 1179 er getið um Höfðárhlaup,1) sem líklega hefir
orsakast af Kötlugosi; hlaupið tók af marga bæi, og tvo þá er
kirkjur voru á.2) Sturluhlaup 1311 hefir verið mjög mikið, það
tók af bygð á Mýrdalssandi, sem hét Lágeyjarhverfi, og gerði
miklar landslagsbreytingar í Alftaveri, og við Kúðafljót.3)
Hlaupið 1625 gekk mjög yfir Alftaver, svo suma bæi fylti
og rann flóðið kringum staðinn í Pykkvabæ með ísjökum,
fossum og boðafalli, en fólk forðaði sér á hæstu hóla. Porsteinn
Magnússon sýslumaður, sem þar bjó og hefir lýst þessu
Kötlu-gosi, segir, að vatnshlaupið hafi í dýpstu farvegum verið 15
faðm-ar á dýpt, þetta mátti sjá á hæstu hólum við veginn, því
þar stóðu efst á hólunum jakar stórir sem hús. Yið gosið
1660 kom um háttatíma 3. nóvember jökulhlaup niður að
Höfðabrekku »með ofurmáta miklum vatnsþunga,« féll það
út í Kerlingardalsá og gekk 49 föðmum hærra upp í »það
takmark er kallast Múli, fyrir austan bæinn á Höfðabrekku«
heldur en hin næstu tvö þar á undan; hélzt vatnsrenslið
»með misþungum straumi« þar niður, til þess um morguninn
hinn 5ta nóvember; en svo komu ný hlaup hinn 7. og 8.
og tók þá af bæinn á Höfðabrekku, sem þá stóð undir fjall-

J) Biskupasögur I. bls. 282—283.

2) Utlendar frásagnir benda til þess að Kötlujökull heíir áður
hlaupið þó þess sé ekki getið í annálum. Sbr. Landfræðissaga 1.
bls. 241.

3) Sbr. ísl. Fornbréfas. II. bls. 853-854.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0019.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free