- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
12

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

12

Jöklar.

austanstraunmr í logni og dauöum sjó, að báta hrakti svo
þeir ætluðu ekki að ná lendingu.1)

Pegar Öræfajökull hefir gosið, sem sjaldan ber við,
liafa skaðræðisjökulhlaup ruðst niður yfir bygðina. A
miðri 14. öld (sumir segja 1350, aðrir 1362) gaus
Öræfajök-ull ákaflega, eyddi 40 bæi, að sagt er, og tvo kirkjustaði.
Pá hlupu skriðjöklarnir alt i einu niður á láglendi,
Kviár-jökull hljóp út i sjó, en vesturjöklarnir, Kotárjökull,
Yirk-isjökull og Svinafellsjökull hlupu niður á Skeiðarársand og
hefir þetta verið ógurlegur atburður, enda er mælt að þvi
nær alt fólk i Öræfum hafi farist; fyrir gosið var graslendið
vestur af Öræfajökli miklu meira en nú og á þvi margir
bæir.2) í*egar Öræfajökull gaus 1727, hljóp Kotárjökull og
Yirkisjökull; kl. 9 um morguninn, 3. ágúst, heyrðust þrir
brestir og rétt á eftir kom jökulhlaup frarn úr Berjagili, fyrir
austan Sandfell, fór það yfir alla Kotáraura og tók
Kotár-sel og sauðfé og hesta, er fyrir þvi urðu. Litlu siðar hljóp
Yirkisjökull og tók af tvær hjáleigur frá Sandfelli og
marg-ar kindur og eyddi mikið graslendi, prestssetrið var nú
kvíað af ógurlegum jökulhrönnum beggjamegin og fólkið
varð að flýja upp í fjöll og hafast þar við i tjaldi. Einn
unglingspiltur og tvær stúlkur fórust i vatnsflóðinu úr
Yirk-isjökli og hlaupin drápu þessutan 600 fjár og 160 hross.
Þegar Eggert Olafsson fór um Öræfi 1756, var hlaupið á
Kotáraurum enn þá ekki bráðnað, þar var þá hryggur af
grjóti, leðju og jökulklettum hálf mila á breidd og tvær á
lengd og var þar mjög ilt j’fir að fara. Þegar Sveinn
Páls-son fór þar um 1794, var jökullinn bráðnaður, en berar
urð-ir eftir og grjót. Yið gos þetta hefir langmestur jökull
bor-ist fram á Kotáraura, en úr Yirkisjökli hefir mest komið af
vatni, minna af jökum.

lJað ber stundum við að stórir skriðjöklar alt í einu
taka til að hreyfast óvenjulega mikið, án þess það sé þó
eiginleg jökulhlaup, en hreyfingar þessar eru af skyldu eðli

PjóðóH’ur 1903, bls. 110-111. Fjallkonan 1903, bls. 89.

2) Andvari XX 1895, bls. 55-62.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free