- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
14

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

14

Jöklar.

jakaferð, og er menn nokkru seinna fóru að forvitnast um
hvernig ástatt væri hið efra hjá jökli, gaf mönnum á að
lita, þvi Brúarjökull var þá allur sprunginn og sást
sum-staðar i bergið undir jöklinum milli hinna heljarstóru
is-bjarga; öllum jökulöldum á Kringilsárrana sópaði jökullinn
burtu. Um haustið 1890 kom lika gangur í
Eyjabakka-jökul, sem er þar nærri, vestan við Þjófahnúka, og miklu
minni, og gekk hann þá töluvert fram á graslendið og
um-hverfði öllu, sem næst var, mátti 1894 sjá þess mikil merki.
Fyrir framan jökulinn ægir öllu saman, mold og
grassvörð-ur hafði blandast saman við is og aur, leir og möl i
jökul-öldunum, svo alt var i einum sambreyskingi. Fyrir framan
jökulöldurnar, sem eru 20—70 fet á hæð, eru lægri hryggir
úr möl og moldu og is alstaðar innan i; þar fyrir utan sjást
glögg merki þess, hve þrýstingurinn hefir verið afarmikill;
jarðvegurinn hefir fyrir þunga jökulsins vafist í hringstykki
bylgjumynduð, sem fylgja jöklinum einsog fellingar á klæði,
og lækka jarðvegsbylgjurnar eftir þvi sem fjær dregur
jök-ulröndinni; næst hefir svörðurinn vafist upp einsog
risa-vaxnar pönnukökur og er sandur og möl innan i; þessir
uppvöfðu jarðvegsdrönglar eru allir grasivaxnir og alstaðar
er kafgi’esi upp að jökli. Hátt upp um allar jökulöldur,
inn-anum isinn, mölina og leirinn, voru 1894 stórir
moldar-hnausar fjöldamargir, og óx gras út úr þeim. Sýnir þetta
hvernig jökullinn á framrás sinni hefir plægt sundur
jarð-veginn og umrótað öllu sem fyrir varð.

Jöklar á Islandi hafa ekki enn verið rannsakaðir
ítar-lega af jarðfræðingum, og er þar enn mikið verkefni fyrir
höndum. Almenn landfræði jökla á Islandi þekkist nú
nokk-urn veginn, en hin jarðfræðislega rannsókn er rétt að eins
byrjuð. Fyrst er getið um hreyfingu islenzkra jökla hjá
Saxó hinum danska1) (f 1208), en Þórður Porkelsson
Vídalín reynir fyrstur að gera sér gi-ein fyrir eðli jökla
og breytingum, hann samdi 1695 merkilega ritgjörð um

’) Landfræðissaga I. bls. 66 — 67.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0026.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free