- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
16

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

16

Jöklar.

hálendi, og i kringum þá fjær og nær eru margar og stór-

ar fannir, oftast í dældum og á hjöllum og blágrýtisstöllum.

t

Grláma liggur á hálendinu milli Arnarfjarðar og Isafjarð-

ar, það er kringlóttur snjóskjöldur eða fannabreiða, rúmar

4 ferh. mílur á stærð og 2872 fet á hæð. Eigi er mér kunn-

ugt um að skriðjöklar gangi út úr Glámu, en allbreytileg-

ur er þessi jökull eftir árferði, og er stundum stærri og

stundum minni, stundum sameinast jökulbungan fönnum i

nágrenninu og stækkar við það, stundum þiðnar af henni,

svo hryggir og kambar koma upp. Hæð snælinunnar á

þessu svæði mun vera um 2000 fet y. sj. Allmargar smá-

ár hafa upptök sin í Glámu eða i nánd við hana, en einna

vatnsmestar eru Vatnsdalsá og Vattará, og á þeim er stund-

um dálitill jökullitur. Norðantil yfir Glámu liggur vegur,

sem kallaður er Glámuheiði, hann fara menn úr Arnarfirði

og Dýrafirði austur að fjörðunum, sem skerast inn úr Djúp-

inu; var vegur sá fyrrum tiðfarinn, en nú fara menn hann

sjaldan. Þar fór Porvaldur frá Vatnsfirði, er hann sveik

Rafn Sveinbjarnarson,1) og 1392 reið Vigfús hirðstjóri Ivars-

son með 90 manns, flestalla týgjaða, vestur yfir Glámu, er

hann fór að sætta þá Björn Einarsson Jórsalafara og Þórð

Sigmundsson,2) og svo er enn víðar, að vegur þessi er nefnd-

ur i fornum bókum.3) Sveinn Pálsson getur þess, að til forna

t

hafi verið vegur, sem kallaður var Fjallasýn, inst frá
Isa-firði yfir rönd Glámu vestur á Barðaströnd. Stundum var áður
farið með suðurrönd Glámu úr Geirþjófsfirði i
Skálmar-fjörð, en nú mun sá vegur hérumbil aflagður. Heiðarnar
kringum Glámu eru nærri mishæðalausar, litlar grófir með

Biskupasögur I. bls. 671.

2) Sai’n til sögu íslands II. bls. 627. ísl. ann. (1888) bls. 424.

3) Sturlunga (Oxf.) I. bls. 184, 258; II. bls. 299.307. Á
Kollabúð-arfundi 1855 vai- ályktað, að leita skyldi ráðs til „hvernig vegur yrði
fundinn og lagður yfir Glámuheiði, f’rá Dýrafirði til Isafjarðarbotns og
líka til Vatnsfjarðar og Múlasveitar í Barðastrandarsýslu. Var til
Í>ess valin þriggja manna nefnd til að koma fram með álit sitt að ári
á næsta fundi, og innan j>ess tíma skrifaðist á um efni þetta við
Is-firðinga og nálæga héraðsmenn." (Pjóðólfur VII. bls. 124).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free