- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
19

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Drangajökull.

19

þveran. Jökull þessi hafði (1887) st^^zt mikið frá þvi er
áður var, 40—50 árum áður náði hann út á yzta jökulgarð
og hefir þá verið rúmum 500 föðmum lengri. Fyrrnm
hlyt-ur þessi jökull einuig að hafa verið mikið þykkri, það syna
gamlir garðar af jökulruðningi í hlíðunum beggja megin.
Fyrir 4 eða 5 öldum var bær þar, sem nú er jökulröndin,
og var kallaður Oldugil,1) rústir þess bæjar sáust enn 1710
við sjálft jökulbarðið, og hafði jökullinn þá fyrir skömmu
hlaupið yfir alt það pláss, þar sem bærinn fyr hafði verið.
Fyrir sunnan Dalsheiði gengur annar skriðjökull allmikill
niður i Kaldalón. Frá jökulenda, sem er 70—80 fet yfir
sjó. liggja eggsléttar leirur niður að fjarðarbotni, mila á
lengd; um leirurnar ganga þrír jökulgarðar í boga milli
hliðanna; yzti jökulgarðurinn er grasivaxinn og hefir
fyrr-um verið vaxinn skógi, en hinir eru alveg gróðurlausir,
fyrir innan þá og milli þeirra er sléttan þakin hnullungum
og stórri möl. Fjörðurinn heíir mjög fylst af jökulleir, svo
hann má ríða um miðjuna um fjöru, en bleytur eru þar víða
i botni. Um miðja 19. öld náði jökullinn út að insta
garð-inum, en hefir siðan dregist til baka, svo 1887 voru 2—300
faðmar frá insta garði að jökultanga. Fram með
suður-hliðmni eru stórar hrúgur og hólar af jökulrusli, og
sum-staðar urðir og stórgrýti, sem jökullinn áður hefir ekið fram.
Skriðjökullinn er dálitið uppbólginn að framan og er hátt
upp á jökulröndina. Þar sem jökullinn kemur niður í
dal-inn, eru að sunnanverðu Votubjörg, þar er- gömlum jökli
klint utan í hamrana, töluvert fyrir ofan aðaljökulinn, við
og við brotna stór stykki úr þessari jökulspildu og heyrast
þá dunur og dynkir, brak og brestir, svo kveður við i
fjöll-unum, þegar jökulskriðan fellur niður hliðina á
aðaljökul-inn. Við yzta jökulgarðinn var fyrrum að norðanverðu
bær sem hét Lónhóll, en Trimbilstaðir sunnan ár, þeir eru
nú fyrir löngu komnir i eyði og eintóm auðn, sandar og
grjót þar sem þeir voru. Lítill jökultangi kvað ganga
nið-ur i Skjaldfannardal. fyrir austan Armúla. Kringum

’) Dipl. Island. III., bls. 229.

2*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0031.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free