- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
21

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Langiökull.

21

eftir snjóum og árferði og oft eru margar sprungur i
kring-um þær.

Langjökull er vestastur af stórjöklunum á hálendinu.
það er aflangur og bunguvaxinn jöklaklasi með aðalstefnu
frá norðaustri til suðvesturs, hérumbil 11 mílur á lengd,
að sunnanverðu 4 milur á breidd, en að norðan 2^/s mila:
flatarmálið er nálægt 25 ferh. milum og hæðin um 4500 fet;
hálendið i kringum Langjökul er 1500—2200 fet á hæð.
Ymsir hlutar þessa jökuls hafa sérstök nöfn,
norðvestur-parturinn heitir Baldjökull (eða Balljökull),
saðvestur-hlutinn Geitlandsjökull og suður- og suðausturhlutinn
Bláfellsjökull (eðaSkjaldbreiðarjökull). Jökulflákarniruppi
á Langjökli eru öldumyndaðir og bunguvaxnir, sker eða
tind-ar sjást mjög óvíða upp úr isnum. Fjöllin, sem jökullinn h\dlir
á, eru úr þussabergi, móbergi. grágrvti og jökulurðum, og
koma þessar bergtegundir fram í undirfjöllunum með ýmsum
breytingum. oft er grágrýti ofan á hinu linara bergi.
Flosa-skarð skilur Geitlandsjökul frá Eiriksjökli, en Kaldidalur frá
Oki Austur af Kaldadal og norður af Skjaldbreið er uppi i
Geitlandsjökli hinn alkunni Pórisdalur, jöklum luktur á alia
vegu. Dalurinner hömróttur og hrjóstrugur og gróðrarlaus
með öllu, en skriðjöklar ganga niður i hann úr öllum áttum.
Par er mælt, að Grettir hafi verið, en frásögnin i Gretlu1) er
ekkert annað en forn útilegumannasaga með vanalegum
ýkj-um; fyr og siðar hafa um dal þenna spunnist upp margar
kynjasögur Lengi vissu menn ekkert nánara um dal þenna,
þangað til prestar tveir, Helgi Grímsson og Björn
Stefáns-son, gengu á jökul 1664, til þess að leita að Þórisdal og ætluðu
að kristna útilegumenn þá, sem þeir fyndu i dalnum! Dalinn
fundu þeir, en ekki var hann eins blómlegur einsog þeir
höfðu imyndað sér, þar sást ekkert nema jöklar og klungur,
klettar og skriður, og hvorki fólk né fé.2) Sumarið 1835
kannaði Björn Gunnlaugsson Pórisdal og lýsti honum
ná-kvæmlega,3) síðan hefir þar enginn komið, svo vér vitum.

’) Grettissaga, kap. 61.

-I Landfræðissaga II. bls. 102-105. lslendingur 111. bls. 81-93.

s) Landfræðissaga III. bls. 307-310. Sunnanpóstur 1836, bls. 113—124.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0033.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free