- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
23

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Langiökull. 35

35

þetta fell hefir skriðjökull klofnað. Fyrir neðan eru þrjú
vötn, og er Hagavatn stærst og austast.
Skriðjökulsrand-irnar ná sumstaðar niður á sléttu, og eru þar flatvaxnar,
en niður að vötnunum ganga þverhnýptir jökulhamrar, því
þar brotnar framan af þeim og fjalljakar synda i vötnunum.
Jökulrandirnar eru víðast mórauðar af aur og sandi, grjóti
og klettum, sem jökullinn færir með sér. Skriðjökull þessi
er í tveim samanhangandi spildum, nær önnur frá
Lamba-hlíðum að Hagafelli, en hin frá Hagafelli austur að
Jarl-hettum. Jarlhettur (3395’) standa utan i jökulröndinni,
eru það hvassir móbergstindar, sundurtættir af áhrifum vatns
og vinda. Pegar dregur norður undir Hvítárvatn, hækkar
jökullinn aftur töluvert og eru eintómar samanhangandi
snjóbungur norður eftir, svo langt sem sést1).

Niður i Hvitárvatn ganga tveir allstórir skriðjöklar,
beggja megin við Skriðufell, það er höfði, sem gengur
útundan jöklinum, niður að Hvitárvatni, og er lika jökull
ofan á þvi, og þrir smáir skriðjökulsangar liggja niður i
skörð við efstu fjallsbrúnina. Jökullinn fyrir sunnan
Skriðu-fell er stærri; sagt er, að seint á 18 öld hafi mátt ganga
milli jökulhamranna og vatnsins, en siðan hefir jökullinn
ekist fram, svo hann nær kippkorn út í vatn, beint á móti
ósum Fúlukvíslar, brotna margir jakar framan af honum
og standa grunn á grynnmgunum i vatninu, þar sem
ár-burðurinn og jökulburðurinn mætast. Nyrðri jökullinn er
brattari, hann gengur lika út i vatnið og hefir nærri klipið
vog frá þvi, sem heitir Karlsdráttur. Skriðjökull þessi
er ákafiega úfinn, þar sem bretta fjallsins undir jöklinum
er mest, hefir hann sprungið niður í hjalla, og eru
jökul-þrepin tætt sundur af sprungum, svo rnilli þeirra hafa
mynd-ast kambar og strýtur; þar sem jökullinn kemur niður i
vatnið, er hann flatari og bunguvaxinn og þó allur
sprung-inn, yztu jökulhamrarnir eru lika allir með gjám og
gljúfr-um og hrynja þaðan stóreflis björg niður i vatnið. A yfir-

’) í fylgiriti við Árbók fornleifafélagsins 1898, eftir Daniel Bruun,
eru ýmsar myndir frá þessum héruðum, trá Hvitórvatni, Jarlhettur,
Kerlingarfjöll o. fl. og vísa eg til {teirra.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free