- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
27

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eiríksjökull.

27

jökullinn hvílir á. Frá hjarnbungunni ganga fimm
jökul-fossar niður fyrir hamrabrúnir og all-langt niður í hliðar.
I miðið er stærsti fossinn, sem gengur lengst niður, liggur
hann niður skarð eða klofa i fjallinu til norðausturs og er
störeflis hrúga af jökulölclum fyrir neðan hann, sem nær
iangt út á jafnsléttu. Skriðjökull þessi heitir Klofajökull,
hann myndast af þrem jöklum, er ganga saman, hinn stærsti
er i miðið, en hinir koma niður um skörð til beggja hliða;
jöklar þessir bráðna saman i eitt og verða að allstórum
skriðjökli, nær hann lengst niður af öllum skriðjöklum úr
Eiriksjökli, niður að 1932 feta hæð yfir sjó. Jökullinn
hefir hlaðið undir sig og gengur nú út á holtahrúgu þá,
er hann hefir ekið á undan sér. fessi mikla jökulalda er
246 fet á þykt upp að skriðjökulssporði, en alls líklega
helmingi þykkri; i henni er isnúin möl, með stórgrýtis
hnull-ungum og heljarbjörgum innanum. Uppi á jökulröndinni
eru strýtumyndaðir hólar með djúpum vatnsp3rttum á milli;
jökullækir renna frá skriðjökli þessum og hverfa i hraunið
fyrir neðan. Klofajökull er brattur og mjög sprunginn og
tættur sundur i turna og kamba með blágrænum
jökulgljúfr-um. á milli. Fyrir vestan Klofajökul eru tveir jöklar,
ein-kennilega lagaðir, báðir eru þeir i heilu lagi efst, er þeir
grein-ast frá aðaljöklinum, og eru þar þrep eða hjallar á þeim,
fyrirof-an aðalbrúnir, en fyrir neðan brúnir kvislast hver þeirra i tvent
i hliðinni og eru þar að sjá tilsýndar einsog prjónabrækur
breiddar til þerris; hafa þeir verið kallaðir Vestri ogEystri
Brækur; jöklar þessir eru báðir mjög brattir (20—30°; og
ákaflega sprungnir; endar þeirra eru á að gizka 2300 fet
yfir sjó. Austur af Klofajökli ganga 2 skriðjöklar niður
austurhlið Eiriksjökuls og ná þeir heldur styttra niður en
Brækur. Frá öllum þessum jökultöngum renna lækir
nið-ur i Hallmundarhraun og hverfa þar, og myndast víðast
leirflög á hrauninu, þar sem þeir hverfa i holur og
sprung-ur. Menn hat’a nokkrum sinnum gengið upp á Eiríksjökul,
Ch. C. Clifford 1865, A. Heusler 1895 o. fl.

Ok (3787’), vestan við Kaldadal, er mjög regluleg
jök-ulbunga, svipuð Skjaldbreið að myndun og útliti, enda

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0039.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free