- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
28

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 Juklar.

er Okið fornt eldfjall, grágrýtis-dyngja, sem hraun hafa
runnið úr í allar áttir, en múbergsfell teygja sig hér og hvar
útúr dyngjunni, mest þeirra er Fanntófell, að sunnan. Ok
er mjög fögur og vegleg bunga, sem hallast 2° til austurs,
8—10° til suðvesturs; fegurst er fjallið séð langt að, t. d.
af Tvidægru eða Arnarvatnsheiði; jökull allmikill er á
fjall-inu að ofan, og er hann fannhvítur og bungan eins
reglu-leg og eggskurn; röndin á þessari breiðu hjarnbungu
leys-ist upp i smáskafla niður eftir hliðunum, svo fjallið er fyrir
neðan snælinu blettótt einsog pardusfeldur; alveg eins er
Skjaldbreið, þegar snjór er á henni. Eiginleg
skriðjökuls-myndun hefir eigi sézt á Oki, og bræðsluvatnið hverfur
alt i grágrýtishraunin. A Skjaldbreið er enginn
jök-ull, en fannir allstórar og margar eru oftast dreifðar um
hraunbungu þessa, en fiestar hverfa þær í heitum sumrum.
I eldgignum á toppi Skjaldbreiðar er hjarnskafl, sem liklega
aldrei bráðnar. Sveinn Pálsson gekk fyrstur uppá Skjald-

r

breið 1792, en Björn Gunnlaugsson kom þar 1833. A
Hlöðufelli er jökulbreiða svolitil fyrir ofan hamra á efsta
fleti fjallsins, en skriðjökla hafa menn eigi séð þar.
Norð-an i Skriðu og öðrum fjöllum þar fyrir sunnan eru oftast
á sumrum stórir hjarnskaflar. Norðan i Skarðsheiði. við
Borgarfjörð, niður og austur undan Skessuhornum, eru stórir
hjarnblettir i botnum eða kvosum, sem kallaðir eru
Kaldi-dalur og Hornsdalur; i neðstu röndinni á þessum
hjarn-sköflum sjást smáar skriðjöklam^mdanir og á einum stað er
löng istota niður eftir gili. Að sögn Eggerts Olafssonar
mynduðust þessir hjarnskaflar á 18. öld,1) en mjög eru þeir
breytilegir, hið heita sumar 1888 voru skaflarnir mjög litlir.
en 1890 var veðrátta köld og rök, þá voru hjarnblettirnir
miklu stærri og jökulmyndunin með mesta móti.

Arnarfellsjökull (eða Hofsjökull) liggur uppi i miðju
landi, milli Kjalvegs og Sprengisands. Þessi afarstóra, nærri
kringlótta snjóbunga ris einsog skjaldarhvelfing upp af mis-

’) Reise g,jennem Island 1. bls. 83.

i

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0040.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free