- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
29

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Arnavfellsjökull.

29

hæðalitlum öræfum, og er líklega um 5000 fet á hæð, eða
nokkru meira; ílatarmálið mun vera nálægt 25 ferh. milum;
öræfin kringum jökulinn eru víðast 2000 til 2800 fet á hæð.
Unclirfjöllin ganga hvergi að neinum mun útundan
jökul-kúpunni, hún hvelfist yfir alt fjalllendið og hylur það.
Suð-vesturhorn jökulsins, sem gengur niður að Sprengisandi,
hefir oft verið athugað af útlendum ferðamönnum, en annars
eiga menu sjaldan erindi að öðrum hlutum jökulsins, svo hann
er minna kunnur en flestir aðrir stórjöklar. Arnarfell it
mikla (3002’) er móbergsfjall utan i jökulröndinni, og ganga
skriðjöklar niður með þvi beggja megin og lykja um það
alstaðar, nema á þá hlið, sem fram snýr; halli skriðjökla
þessara er hvergi meiri en 10° og þrefaldur öldugarður er
fyrir framan röncl þeirra; hæð neðstu
skriðjökulsrandarinn-ar er 1759 fet yfir sjó. Frá jöklum þessum falla leirugar
kvislir i Pjórsá.1) Suðurröndin á Arnarfellsjökli hefir aldrei
verið rannsökuð, þar hljóta að vera skriðjöklar og ymsar
kvislar spretta þar upp, sem falla í Pjórsá. Suðvesturhorn
jökulsins er kallað Blágnýpujökull, eftir tindi
ijökulrönd-inni, norður af Kerlingarfjöllum. Allmikill skriðjökull
geng-ur niður í krókinn fyrir austan Blágnýpu og þar sprettur
upp Jökulkvisl, sem fellur í Hvítá, i hana rennur
Blágnýpu-kvisl og fleiri ár, sem kvíslast einsog net um sandana fyrir
neðan; annar skriðjökull gengur niður vestan við Blágnýpu.
Ke rlingarf jöll (3980’) eru alveg fráskilin jöklinum, há og
tindótt, en þar er fjöldi af stórum hjarnsköflum og víða
litilsháttar skriðjökulsmyndanir.

Nyrzta kvísl Þjórsár kemur undan norðausturhorni
Hofs-jökuls, sunnan við háan hamranúp, sem skilur milli
skriö-jökla þeirra, sem norður og austur falla Sunnan við þenna
núp á jökulhorninu gengur stór skriðjökull niður undir
sandana og fyrir neðan hann er tindur, sem lieitir Klakkur,

’) Sart. v. W alt e rsliausen : Physisch geographische Sldz/.e
von Island. Göttingen 1847. bls. 20—21. Auszug eines Schreihens
von Prof. R. Bunsen an J. J. Berzelius. Marburg 1846, bls. 3. J. C.
Schythe: En Fjeldrejse i Island 1840 (H. Kröyors Naturh. Tidskr.

III, bls. 349-360).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0041.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free