- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
31

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mvrdalsjökull.

31

Mýrdalsjökull liggur yzt á hálendistungu þeirri, sem
gengur til suðvesturs undan Vatnajökli. hann er 18 ferh.
mílur á stærð en 5300 fet á hæð. þar sem hann er hæstur,
en annars nokkuð mishár (3500—5000 fet). Jökulliáki þessi
hefir Vms nöfn, vestasta og hæsta bungan heitir
Eyjafjalla-jökull,1) þar fyrir austan er breiður slakki og gengur
Sól-heimajökull þaðan suður og er jökullinn hér tvær milur
á breidcl frá suðri til norðurs, en eftir það breikkar hann
mikið, verður fjórar milur á breidd og eru á honum tvær
bungur að norðan og sunnan. Að norðanverðu heitir þar
Groðalandsjökull, Merkurj.ökull eða Botnjökull, en
að sunnan Mýrdalsjökull, upp af Mýrdalnum, og tekur
allur jökulflákinn nafnafhonum. E yjafjallajökull (5310’)
er gamalt eldfjall, breið og snubbótt strýta, hulin jökli. en
vest-ur undan honum gengur hallandi fjallsrani, sem endar með
Seljalandsmúla. Undirfjöll Eyjafjallajökuls eru brött á alla
vegu og mynduð af móbergi. hnullungabergi og
grágrýtis-hraunum, falla þar niður margir lækir og smáár i bröttum
giljum. Að norðanverðu ganga tveir langir skriðjöklar
niður úr Eyjafjallajökli, nærri niður á jafnsléttu, fellur
Stein-holtsá undan hinum eystri, en Jökulsá undan hinum vestri.
A_ð neðan bej’gir eystri jökullinn dálítið suður á bóginn
og er endi hans 760 fet yfir sjó; jökull þessi er brattur og
nærri hálf mila á lengd, viðast aðeins 10—1500 álnir á breidd
og mjókkar fram. Hinn vestri jökullinn gengur beint
nið-ur bratt skarð og er upp af honum uppá hájökul breið
hvilft, er falljökullinn hefir leitað niður um. Jökull þessi
virðist koma beint niður úr hinum gamla gig áhájöklinum;
jökullinn er 3/i úr milu á lengd og 15—2000 álnir á breidd;
neðsti endinn er jafnbreiður og liggur 700 fet yfir sjó, við
hann eru miklar jökulöldur. Pegar Evjafjallajökull gaus
1821. kom hlaup mikið úr þessum skriðjökli. Milli þessara
jökla og beggja megin við þá eru nokkrir smáir skriðjök-

’) Eftir lainum eldri mælingum Olsens og Scheels. er
Evjafjallajökull 5432 fet á hæð, samkvæmt nýjustu mælingu
herráðs-ns 5310 fet.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0043.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free