- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
43

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vatnajc’ikull.

43

fram fjarska af vikri; Jökulsá hefir oftar hlaupið
stórkost-lega, eins og vér gátum fyr.1) Smáhlaup geta annars vel
komið i ána. ef skriðjökulstangi þessi gengur óvanalega langt
fram og stiflar hana; það er eigi óliklegt að stundum komi
•einnig »gangur« i Dyngjujökul og þá hlýtur Jökulsá að
vaxa ákaflega, því alt aðalaðrensli hennar er úr þeim jökli.

I Odáðahrauni og á hálendinu fyrir norðan Yatnajökul

liggur snælinan hærra en við mætti búast: norðantil á Vatna-

jökli liggur hún að öllum likindum 4000 fet yfir sjó, en i
t

Odáðahraunsfjöllum hækkar hún enn meir, þar sést hvergi
samanhangandi jökull á sumrum. nema á allra hæztu tindum,
fyrir ofan ’4500 fet. Pegar nær dregur Ishafi, lækkar
snæ-linan aftiu’. Menn skyldu ætla, að snælínan lægi dýpra
uppi á hálendinu en við sjóinn, því kuldinn á hálendinu
er miklu meiri, en úrkoman er aftur meiri við ströndu, og
loftslag er miklu þurrara yfirleitt úppi i landinu. Pað hefir
mestu áhrif á jökulmyndunina á þessu svæði, að
Vatnajök-ull er svo hár, að hann tekur við og dregur að sér nærri
alla úrkomu, sem frá hafinu kemur. en fá eða engin
regn-skv komast norður i mitt Odáðahraun. A Herðubreið,
sem er 5290 fet á hæð. eru þverhnýpt hamrabelti alt i kring
og upp af þeim jökulstrýta mjallahvit, snjórinn liggur þó
eigi alstaðar fram á hamrabrúnir. að sunnan nær hann
skemmra niður, tollir eigi fyrir brettu. A Kollóttu
Dyngju (3854’) eru nokkrir skaflar i lautum og hjarnsnjór
i gignum og eins er á Trölladyngju ("4752’), en engar
skriðjökulsmyndanir eru sjáanlegar á fjöllum þessum. þó þau
séu svona há. Ofan til i Dyngjufjöllum er fjöldi af
sköflum og eru margir þeirra mjög stórir, en skriðjöklar
hafa eigi fundist, þó þeir ef til vill séu einhversstaðar,
fjöll-in eru viðáttumikil og að miklu leiti ókönnuð. A Bláfjalli
(3900’) er enginn jökull, en margir stórir skatiar voru þar á
við og dreif á hinum efstu hjöllum i júlímánuði 1884. 011
lægri fjöll á þessu svæði erU snjólaus i meðalsumrum.

Austan við Kverkfjöll gengur Brúarjökull niður á

5) Sbr. Andvari XXÍT. 1897. bls. 26-27.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0055.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free