- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
51

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Breiðamerkurjökull.

51

yfir sjó og samlagast henni. í*ar safnast stundum vatn og
myndar lón, sem orsakar hlaup i Yeðurá. Þá er norður af
Pverártindi breiður jökull, i slakkanum milli Snæfells (4408’)
og Ey^jólfsfjalls (2951’), sem gengur yfir i
Breiðamerkurjök-ul; dæld þessi liggur hátt (2600 fet) og i henni eru mjög
stórar grjótöldur á jöklinum.

Vestan við Fellsfjall gengur Breiðamerkurjökull

niður á sandana, það er einn af hinum merkilegustu
skrið-t

jöklum á Islandi og hefir mjög gengið fram siðan i fornöld.
Breiðamerkurjökull liggur eins og risavaxinn skjöldur á
fiat-lendinu og mun hann vera 4—5 ferh. milur að flatarmáli,
eða ef til vill meir, eftir þvi hvaðan er reiknað. Þykt
jökuls-ins á flatlendi mun viðast vera 300 til 600 fet.
Breiða-merkurjökull er rúm hálf þriðja mila á lengd, en á milli
Fells og Breiðamerkurfjalls rúmar tvær milur á breidd; þar
sem aðalstraumur jökulsins kemur niður frá Yatnajökli, milli
Máfabygða og Esjufjalla, er hann þó eigi nema tæp mila á
breidd; röncl jökulsins, frá Fellsfjalli til Breiðamerkurfjalls,
er nærri þrjár milur á lengd. Hæð jökulendans yfir sjó er
nokkuð breytileg, 1894 var hún aðeins 29 fet, 1881 64 fet,
1903 50 fet, fjarlægð yzta jökulendans frá flæðarmáli var
1894 136 faðmar. 1903 um 250 faðmar. Breiðamerkm’jökull
heíir oft verið ókyr og hefir síðan á 14. öld gengið meira
fram en nokkur annar jökull á suðurströndu; flestir
skrið-jöklar sunnan i Vatnajökli hafa aðeins hreyfst innan þröngra
takmarka, en frá þessu er Breiðamerkurjökull
undantekn-ing og ef til vill að nokkru leyti sumir Oræfajöklarnir; það
er ekki óhugsanlegt, að hin miklu eldgos á 14. öld liafi sett
meiri gang i þá en áður var.

Pegar komið er austan að úr Suðursveit, sést
Breiða-merkurjökull teygja sig út undan Fellsfjalli einsog undarleg,
hvitgrá, flatvaxin bunga, sem nær yfir sandana niður að
sjó, en upp yfir hann mænir Öræfajökull i fjarska einsog
mjallahvit skörðótt egg. Austasta hornið á
Breiðamerkur-jökli gengur upp að Fellsfjalli neðst og kemur Veðurá þar
út undan honum úr allstóru svörtu jökulviki;1) áin kemur

’) Svo var 1894, síðar mun áin hafa breytt sér eitthvað.

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0063.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free