- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
56

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

56

Jöklai-.

í Fjallslandi.1) 1387 er Fjall, með 9 hundraða fjöru, talið
und-ir Hofskirkju i Oræfum.2) I jarðabókum Isleifs Einarssonar,
1709, er Fjalls getið, segir þar, að það sé eyðijörð
norðvest-ur af Breiðumörk og hafi þá fyrir 14 árum sézt þar til tófta
og túns, en nú sé hvortveggja komið í jökul. Par sem
Breiðuvötn nú falla út úr jökulkverkinni, segja menn að
bærinn Breiðamörk hafi verið, en nú er jökull genginn
yfir þann bæ. Menn halda að þetta sé hinn sami bær, sem
til forna var kallaður Breiðá, þar var kirkjustaður á 14.
öld, í Breiðármáldaga 1343 segir, að kirkjan eigi heimaland
alt með skógum og fjörum og jarðir tvær, Hellir eystri og
Hólaland, 6 kýr, 30 ásauði og 6 ær, kúgildishross, 3 hundruð
í metfé o. s. frvv ennfremur segir, að þangað liggi undir
tvö bænhús og takast 6 aurar af hvoru.3) Hnappavallakirkja
átti þá 30 hesta hríshögg i Breiðárlandi. Eftir eldgosin
miklu og jökulhlaupin á miðri 14. öld hefir kirkjan lagst
af á Breiðá; seinast á öldinni (1397) voru að minsta kosti
kirkjuklukkurnar frá Breiðá komnar að Stafafelli.
Breiða-mörk hefir verið bygð fram á 17. öld öndverða, en i
byrj-un 18. aldar er jörðin i eyði, i jarðabókinni 1709 er
Breiða-mörk kölluð eyðijörð en þó metin 6 hundruð og 80 álnir
og landskuld talin 40 álnir; þar er sagt að jörðin hafi
skóg-artak nokkuð i Breiðamerkurmúla, svo liklega hefir hann
þá ekki enn verið luktur jöklum. I skýrslu um eyðijarðir
í Öræfum, er Isleifur sýslumaður Einarsson lét gera 1712,
segir um Breiðamörk, að hún hafi þá verið bygð fyrir 60
árum, hún sé af fyrir jökulvatni og grjóti, en þó sjáist til
tófta.

Öræfajökull (6752’) gengur einsog afarmikill höfði
fram úr Vatnajökli, og er aðaljökullinn lægri fyrir ofan, þó
er hryggur að honmn upp af Öræfajökli og hallar honum
á báða vegu niður að Breiðamerkur- og Skeiðarárjöklum.
far sem hryggurinn er lægstur, milli Skaftafells og Máfa-

») ísl. fornbrs. I. bls. 248.

2) ísl. fornbrs. III. bls. 401.

3) ísl. fornbrs. II. bls. 772-773.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0068.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free