- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
57

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Oræfajökull.

57

bygða, heitir Hermannaskarð og er það 4300 fet á hæð
yfir sjó, en sunnar er önnur lægð, næst hájöklinum, sem
heitir Tjaldsskarð (5878’). Öræfajökull sýnist tilsýndar,
að austan og vestan, vera aflangur, mjallahvitur hryggur og
standa efst á honum nokkur sker upp úr hjarninu, en
raun-ar er hann strýtumyndað eldfjall með ýmsum
hliðarhnúsk-um og er áfastur við Yatnajökul eða hlaðimi upp i hlið
að-alfjall-lendisins i öndverðu. Efst á Oræfajökli er hjarnflötur,
tveir þriðjungar milu á lengd frá suðri til norðurs, hálf mila
á breidd, en 5880 fet á hæð; kringum þenna snjóflöt eru
smáhnúkar, surnir undir is, en i öðrum eru klettar upp úr
hjarninu. 011 likmdi eru til þess, að hér sé afarmikill gig-

Daniel Bruun.

67. mynd. Oræfajökull að vestan. Austursporður á
Skeiðarár-jökli, dökkur af jökulaur, gengur niður á sandinn, vestur af

Öræfajökli.

m- fullur af hjarnsnjó, en hnúkarnh’ eru efstu nybburnar á
gigbarminum Norðvestast er Hvannadalshnúkur (6752’),
hæsti tindur á Islandi og beint þaðan í austur, upp af
Ær-fjalli, er isþakinn hnúkur nafnlaus, 6514 fet á hæð, en á
syðstu röndinni eru Knappar tveir, hinn eystri 5603 fet
á hæð, hinn vestri 5900 fet, en vestur af þeim er
Rótar-f jallshnúkur, 5890 fet á hæð. Allur efri hluti fjallsins er
þakinn samanhangandi hjarnsnjó, niður að 3000 feta hæð
yfir sjó, en frá hjarninu ganga svo skriðjökulstangar niður
hverja skoru, alveg niður á jafnslóttu. Upp úr hjarninu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0069.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free