- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
59

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Oræfajökull.

59

lendi útundan Öræfajökli niður að bænum Kvísker, nyrzt
í þvi er múlinn fyrnefndi, en sunnan i þvi er Vatnafjall.
Innarlega í Kviskersmúla blasir við hömrótt gilskora og
gengur niður i hana mjallahvitur, örmjór jökultangi, sem i
fjarska er einsog foss að sjá í gilinu, en reglulegur
vatns-foss er neðar í þvi. Milli Vatnafjalls og Staðarfjalls
geng-ur Kviárjökull niður milli brattra hliða. hann er rúm
míla á lengd og 2—3 þúsund álnir á breidd; jökull þessi
nær langt niður á flatlendi, svo að endi hans er aðeius 2x/a
þúsimd álnir frá ílæðarmáli og 159 fet yfir sjó. Kviárjök-

F. AV. Howell.

68. mynd. Oræfajökull af» suðaustan. Kvíárjökull gengur niður
vinstra megin sem livítur foss, en niður af honum og austur af
honum sjást á myndinni hiuir miklu öldukambar.

ull hefir borið niður og rekið á undan sér mestu kynstur
af grjóti og möl og hlaðið undir sig og fyrir framan sig
háum öldum. Fremsti endi jökulsins er, frá sandinum séð,
hulinn bak við 2—400 feta háar víggirðingar, sem
jökull-inn hefir sjálfur smiðað; þessi grjótgarður hefir staðið fyrir
jöklinum og hefir hann eigi getað ýtt honum fram;
jökul-öldur þessar eru nú grasivaxnar langt uppeftir að framan,
heitir þar Kambsmýrarkambur að austan, en Kvíármýrar-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free