- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
62

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

62

Jöklai-.

fellsheiði og Kristinartindar; undan vesturhorni jökulsins
kemur Skaftafellsá, hún er langvatnsmest bygðarvatnanna
i Öræfum, en er fremur góð i botninn, hún myndar stórar

r

eyrar niður af Skaftafelli, áður hún fellur i Skeiðará. Ur
suðurhorni Skaftafellsjökuls reima Neskvislar. Efst í
Skafta-fellsjökli miðjum er klettasker upp úr isnum og frá því
ligg-ur aurrák mikil niður allan jökul, austan við miðjuna, nærri
l1/^ míla á lengd. Norður og vestur af Kristinartindum,
milli þeii’ra og Miðfellstinda, gengm- Morsárjökull niður
á sanda, frá takmörkum Öræfajökuls og Yatnajökuls; jökull
þessi er sléttur að framan, en efst ákaflega brattur,
mynd-ast hann úr þrem jökulörmum, er ganga saman, liggja þeir
sem hvitir fossar niður brattar hvilftir milli hamrahöfða.
Morsárjökull er tæp mila á lengd og tvö þúsund álnir á
breidd viðast, neðsti endi hans liggur 500 fet yfir sjó og
fyrir framan eru tvöfaldar jökulöldur. Undan jöklinum
rennur Morsá i Skeiðará, hún er vatnsmikil en fremur lygn,
getur hún stundum vaxið svo mikið. að hún verður allur
helmingur Skeiðarár. Milli Morsárjökuls og
Skeiðarárjök-uls er stórt fjall-lendi með mörgum eggjum og tindum,
geng-ur það út undan Vatnajökli og skilur Skeiðarárjökul frá
Öræfajöklum; sökum þess að fjall-lendi þetta er hátt og
stór-vaxið, komast skriðjöklar á nokkru svæði ekki niður á
lág-lendið. Fjöll þessi heita Skaftafellsfjöll og eru
Færinestind-ar vestast, norðan við fjöllin er hjarnjökull hár, en á
tak-mörkum hans og Skeiðarárjökuls, sem í afarmiklum straumi
kemur niður af hájöklinum vestar, eru oft allstórar
uppi-stöðutjarnir með jökulvatni.

Skeiðarárjökull er stærsti samfeldur skriðjökull
sunn-an í Vatnajökli, Breiðamerkurjökull er að flatarmáli nokkuð
stærri, en hann er samsettur af þrem eða fleiri jöklum.
Lengd Skeiðarárjökuls er ekki gott að segja með vissu, þvi
drög hans ná-langt upp á Vatnajökul, en lengdin er að
minsta kosti 3—4 mílur; breiddin, þar sem jökullinn er
mjóstur, milli Færiness og Súlutinda, er rúm mila, en svo
breikkar hann, er kemur niður á sléttlendi, og verður 2—3
milur á breidd, en hin bogadregna rönd er nærri fjórar mil-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0074.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free