- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
65

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jöklar.

65

sumstaðar lítilfjörlegir skriðjökulsangar, sem þó hafa enn eigi

verið kannaðir nægilega. Suður af Héraðsflóa eru Dyrfjöll

(3605’). há fjöil með þverhnýptum björgum, þangað gengur

dalur upp af Njarðvik, sem heitir Urðardalur; dalur þessi er

hið efra fullur af stórurðum, sem liggja einsog hraun niður

i miðjan dal, fyrir ofan dalinn sér i þverhnýptan gaflinn á

Dyrfjöllum og er þar á hjalla stór og langur hjarnskafi og

þrir aðrir minni skafiar austar, en úr stóra skaflinum geng-

ur um gil upp eftir hömrunum öngótt skaflhrisla nærri upp

á brún; skaflar þessir þiðna aldrei og eru auðsjáanlega leif-

ar af miklum, fornum jökulmyndunum; hjarnskaflar þessir

eru hérumbil á 19—2000 feta hæð yfir sjó. Undir hamra-

veggjum Dyrfjallanna eru aðrar fleiri stórfannir alt í kring;

Borgarfjarðarmegin, i kvos fyrir neðan dyrnar á Dyrfjöllum,

er stór jökulfönn, þar heitir Jökuldalur og Jökulsá og bend-

ir það til þess, að jökullinn hafi þar fyrrum verið meiri.

Yestan við dyrnar á Dyrfjöllum, þeim megin sem að Héraði

snýr, eru lika skafiar, þar heitir líka Urðardalur, með stór-

um holurðum og djúpu vatni, úr dalnum fellur litil á, sem

lika heitir Jökulsá, og kvað stundum vera á henni jökul-

litur á vorin, hún rennur i Selfljót. A Beinageitarfj alli

eru lika hjarnskaflar stórir og liggur snælinan þar liklega

rúm 2000 fet yfir sjó, annars liggja viða skaflar við Borgar-

fjörð óþiðnaðir á sumrum niður að 1800 feta hæð. I Loð-

mundarfirði, einkum i Hraundal, ná sumarskaflar niður að

/

12—1300 feta hæð sumstaðar. A hinum háu heiðum milli
Héraðs og Yopnafjarðar ern margar stórar fannir á
sumr-um, einkumáhæztu bungunni,Smj örf j alli(3860’),og
samein-ast þar i raka- og kuldasumrum i stórar breiður. Norðar
eru fjöllin lægri, svo mestallur snjór þiðnar á sumrum;
Há-göngur nyrðri (2945’) og Gunnólfsvíkurfjall (2295’) voru
nærri alveg snjólaus sumarið 1895. A hinum háu
fjarða-fjöllum, milli Seyðisfjarðar og Breiðdals, eru viða stórar
fann-ir, sem á stöku stað verða að jöklum, af þeim er að öllum
likindum Fönn, upp af Norðfirði, stærst, á hérumbil 2800
feta hæð yfir sjó, en fannabreiður allstórar eru líka við

Stuðlaheiði, suður af Reyðarfirði, og viðar eru þar í fjörð-

5

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0077.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free