- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
69

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jarðeldar.

69

VIII. Hraun, eldfjöll og landskjálftar.

1. Alment yfirlit yfip eldgosamyndanir á seinni tímum.

Island er að fornu myndað úr gosgrjóti og mun
þess síðar betur getið i jarðfræðiskafianum. Eldgos þau,
sem i öndverðu sköpuðu landið, starfa enn á sama hátt,
sem fyr, þó áhrif þeirra séu ef til vill eigi eins stórkostleg
og gosin eigi eins tið einsog áður. Hraun og eldfjöll eru
þvi enn afarþjðingarmiklir þættir lýsingarinnar, er ræða skal
yfirborðsmyndun Islands og landslag. Gosmenjar frá liinu
siðasta jarðtimabili gefa landinu þann blæ, sem skilur útlit
þess gjörsamlega frá öðrum nálægum löndum. Jarðfræðis-

r

uppdráttur Islands sjnir, að hraun og eldfjöll eru nátengd
móbergi þvi og þussabergi, er mynda breitt belti yfir landið
þvert, og eru bundin við bresti þá og sprungur i
jarðarskorp-unni. sem hafa svo mikla þvðing fyrir jarðmyndun landsins.
Eldfjöll og gigaraðir á Suðurlandi fylgja sprungum, er liggja
frá suðvestri til norðausturs. Sprungur þessar koma fram á
ótal stöðum á yfirborði sem gjár, jarðföll og landsig og lýsa
sér einnig allviða i stefnu fjalla, dala og fijóta. Þessi
sprungu-stefna ræður landslagi og fjallabyggingu, sunnan frá
Reykja-nestá og austur að Vatnajökli og norður fyrir hann um
Odáðahraun inn i Oskju, en er Oskju sleppir. fá
sprung-urnar aðra stefnu. Við Mývatn, á Reykjaheiði, við Þistil-

r

fjörð, á Melrakkasléttu og i Odáðahrauni öllu að norðan og
austan, ganga sprungurnar og gigaraðirnar yfirleitt frá
suðri til norðurs með litlum halla til austurs, og þessar
stefnur hafa hér lika mikil áhrif á alt landslag. Pessar
sprungustefnur, er nú nefndum vér, ráða mest fyrir
lands-lagi um miðbik landsins, en til eru þó annarstaðar
gos-sprungur með annari stefnu. Norðaustantil við Faxalióa
og á Snæfellsnesi eru margir smágigir, sem tengdir eru við
aðrar sprungur i blágrýti, og raða gígirnir sér á þessu svæði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0081.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free