- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
71

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gígaraðir.

71

annarstaðar, bæði i hraunum og utan hrauns, t. d. á
Reykja-nesskaga, i Odáðahrauni, við Mývatn, á Reykjaheiði og í
mörgum öðrum héruðum. Pessar jarðrifur og hraunsprungur
eru meinlausar, en oft heíir það borið við, siðan land
bygð-ist, að jörðin hefir rifnað svo djúpt, að losnað hefir um
hina vellandi eldleðju undir jarðskorpunni, svo hún gat
brotist upp, sprungan var orðin að gosgjá. Sum sprungugos
hafa verið afarmikil og gert hinn mesta usla, t. d
Skaftár-gosin 1783, gosin i Sveinagjá 1875, gosin við Mývatn 1724
—29 o. s. frv. Sveinagjárgosin voru athuguð frá byrjun
og sýna þau vel, hvernig slikum sprungugosum er varið.
A Mývatnsöræfum, sem eru viðáttumikil fiatneskja, eru
margar gamlar gigaraðir og niðurföll, mjóar landræmur hafa
viða sigið og takmarkast af beinum en lágum
hamrabrún-um á báða vegu; allar þessar gjár stefna frá suðri til
norð-urs, lítið hallandi austur. Ein af lautum þessum hét Sveina-

r

gjá og var grasi og viði-vaxin, einsog ýmsar aðrar. Ur
þessari lægð braust upp jarðeldur 1875, fyrst hinn 18.
febrú-ar, fyltist Sveinagjá þá af hrauni og rann langt út af báðum
börmum, svo gaus þar aftur 10. marz og 4. april og að
lok-um 15. ágúst s. á. Við þessi gos myndaðist hraun, þrjár
milur á lengd og fjórðungur milu á breidd og löng röð af
smágigum i 3 eða 4 hópum, þeir eru 50—100 fet á hæð.
Landið seig milli gjánna, meðan á gosinu stóð, og
mynd-uðust þá margar hyldýpissprungur, jafnhliða hinum gömlu
gjám, og vall hraun upp úr sumum þeirra. Menu, sem voru
að vestanverðu við gosið, 10. marz, sáu, að austurbarmur
gjánna var að lækka, landið undir hrauninu var að
smá-siga, og var athugað, að það seig tvö fet á einum stað á
nokkrum klukkustundum. Par sem hraunleðjan vall fram
úr gjánum, mynduðust í fyrstu háir gjallkambar. þeim megin
sem frá hraunrenslinu sneri, en gígar, þegar gosinu fór að
slota og upprásin að takmarkast. Hraunið rann hægt og
hægt frá gjánum, »svo varla munaði meiru en 5—6 föðmum
á klukkustundu; hraunið færðist svo áfram, að röndin var
ávöl og nálægt 2—3 álnir á hæð; i hvert sinn, sem kyrö
varð á hraunrenslinu, kom þar dökk skorpa, en útundan

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0083.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free