- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
73

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eldborgir.

73

þessi er fjórar mílur á lengd og liggiu’ eftir beinui línu til
noröausturs, gegnum fjalliÖ Laka; úr gígum þessiun komu
hin alræmdu Skaftárgos 1783. Fjöldamargar aörar gigaraöir
eru til hér og hvar i hraunum á Islandi, þó þær séu allar
minni en þessi, hefir talist svo til, aö kunnar séu nú á
Is-landi 87 gosgjár og gigaraÖir; munum vér siöar lýsa vmsum
þeirra, þar sem getiö veröur hinna einstöku eldfjalla. Milli
opinna gossprungna og gígaraöa eru allskonar milliliðir og
margvisleg afbrigði. Stundum er röð af gospyttum á
sprung-unni, stundum takmarkast sprungan af háum gjallgörðum
eða gigbaugum; þar sem gigaraðir eru, hafa sumir gigirnir
margvislega brotnað sundur og aílagast við gosin. Oftast
hefir þó á sprungunni hrúgast upp röð af nokkurnveginn
reglulegum, strýtumynduðum gosborgum, og er hver þessara
giga einstaklingur fyrir sig, að möi’gu leyti óháður
nábúa-gigunum.

Eldborgir hinna islenzku gígaraða eru breytilegar að
stærð, hæð og lögun; innbyrðis staða giganna og fjarlægð
er og mjög mismunandi, sumstaðar standa eldvörp með
svipaðri hæð og nokkurnvegin jöfnu millibili i löngum og
beinum röðum, sumstaðar hópast þau saman i þyrpingar
með löngu millibili, þó allir gigahóparnir hafi myndast um
sama leyti á hinni sömu gosgjá. Sumstaðar sést gjáin sjálf
milli gosborganna og takmarkast þá oft af hraun- og
gjall-hryggjum, stundum er gjáin horfin undir eldleðjuna. Margir
gigir eru svartir eða dökkmórauðir, en aðrir eru blóðrauðir
eða dumbrauðir og hafa margar gigaraðir hlotið nafn af
hinum rauða lit (Rauðhólar, Rauðukúlur, Rauðhálsai’ o. s.
frv.). Oftast eru hinir rauðu gígii’ eldri en hinir svörtu, þó
er það ekki algild regla. Eldborgirnar eru fiestar ekkert
annað en hrúgur af hraunmolum, hraunkúlum, gjalli og
hraunklessum. Gjallið er fult af holum og blöðrum og i
sjónauka sést, að aðalefni þess er rautt eða rauðgult steingler,
með dreifðum krystöllum (plagioklas og ágit). Eldgígirnir
eru fiestir mjög lausir i sér, oftast samsafn af sundurlausu
og tiltölulega léttu grjóti, þeir standast þó oft furðu lengi
áhrif veðurs og vinda og regnið hripar i gegnum gjallhrúg-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0085.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free