- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
75

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eldborgir.

75

aðir eldgigir með fullkomimii keilulögun og reglulegri skál
að ofan, eru fremur fágætir: þeir eru þá myndaðir úr
ein-tómu gjalli og ösku og gosið liefir þá verið fremur
veiga-litið. Þar sem gosið hefir verið stórgert og mikið hraun
hefir runnið úr sprungunni, er nærri altaf op eða hlið, eitt
eða fleiri, á gighringnum, þar sem hraunleðjan hefir flóð út.
eldvörpin eru þá skeifumynduð og ganga þá oftast djúpar
og miklar hrauntraðir út frá hverju eldvarpi. Traðir þessar
takmarkast stundum af háum veggjum; hraunleðja hefir
upprunalega runnið úr gignum um pipu eða stokk. af því
yfirborðið storknaði. en síðan datt þakið niður og urðu
eftir opnar traðir, en á stöku stað hefir ræfrið haldist uppi
á köflum, svo hellrar með ótal hraundrönglum liggja út frá
eldgignum. Stundum hefir það borið við, að gosið hefir
sprengt helming gigsins og runnið beint út úr sprungunni.
stendur þá nokkur hluti gigsins eftir, sem gjallgarður, en
hitt er horfið. Mjög oft hafa smágígir myndast innan i
stórum gígum. er gosinu fór að slota. og oft eru tveir eða
þrir eða jafnvel fleiri gigir hver innan i öðrum. Sumir
gigir eru sporöskjulagaðir eða aflangir með mörgum holum
i botni, eftir stefnu gossprungunnar. Oft eru hinir einstöku
gigir og gigaþyrpingarnar mjög óreglulegar. eft-ir því hvernig
gosin hafa ólmast vmislega og upprás eldleðjunnar hefir
fært sig. Þar sem gosspýjurnar hver eftir aðra hafa brotist
upp á sama stað, víkkar sprungan og þar hleðst upp hár
gigur, en oftar ber það við. að upprás eldleðjunnar er altaf
að færa sig og verða þá gígmyndanirnar mjög samsettar og
margbrotnar, og oft eru margir gighringir tvinnaðir saman
eða i bendu hver við annan.

Gigaraðir og gossprungur eru ekki buudnar við neitt
sérstakt landslag. þær geta eins verið á flatlendi og i
döl-um, eins á hálendi sem hálsahryggjum, eða i hliðum.
Gig-araðir eru dreifðar um allt miðbik Islands, frá sævarmáli
upp að jökulhvörfum. Oft hafa langar landspildur sigið
fram með gigaröðum, eftir að gosið hófst, og á stöku stað
kemur það fyrir, að eldvarpið hefir sigið siðar og er nú
lægra en hraun það, sem úr því hefir runnið, svo er t. d.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0087.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free