- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
79

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Dyngjur.

79

eða skjaldmyndaðar bungur kringum uppvörpin. Þesskonar

eldfjöll þektust fyr aðeins á Sandwicheyjum i Kyrrahaíi,

en nú hafa á seinni árum fundist 16 eldfjallsbungur af þessu

tagi á Islandi og eru þær hér á landi kallaðar >dyngjur«.

Pær dyngjur, sem hér ræðir um, eru tilorðnar eftir isöldu,

en auk þeirra eru til allmörg bunguvaxin eldfjöll. sem lik-

lega hafa myndast á isöldu. eða þá ef til vill nokkru fyr.

Ekki vita menn til þess, að dyngjur hafi gosið, siðan land

bygðist, en áður hafa geigvænleg hraunflóð ruunið frá

mörgum þeirra i allar áttir. Hraunbungur þessar eru til-

tölulega lágar i samanburði við viðáttuna, halli þeirra er

jafn og litill, sjaldan yfir 7—8°, oftast minni, stundum eigi

t

meira en 1—2°. Trölladyngja i Odáðahrauni er hin stærsta
dyngja á Islandi, hún er 4752 fet á hæð yfir sjó og 2000
fetum hærri en hraunsléttan i kring, hún er tvær mílur að
þvermáli, en hallinn eigi meiri en 4—5 Næstar henni að
stærð eru Kollótta Dyngja og Skjaldbreið. Kollótta Dvngja
er 3854 fet á hæð yfir sjó,~^n 15—1800 fetum hærri en
hraunin i kring, Skjaldbreið er 3347 feta há yfir sjó, en 190’)
fetum hærri en hálendið i kring. Pessar og aðrar dyngjur,
sem seinna .munu taldar, eru stór fjöll, en aðrar eru aftur
örsmáar, einsog t. d. dyngjurnar yzt á Reykjanesi,
Skálar-fell er aðeins 265 fet á hæð, Háleyjarbunga 140 fet, og þær
eru aðeins 300—500 faðmar að þvermáli.

Bungur þessar eru allar þaktar helluhrauni og viða eru
þar hellisskútar og hraunpípur. sem hraunleðjan fyrrum
hefir runnið um frá miðgignum; stundum hefir þakið á
hraunpipunum dottið niður, svo skriða má inn i þær og er
ræfrið þar vanalega þakið gljáandi hraundrönglum og
gler-uðum hrukkum og fellingmn. Hraunleðjan, sem runnið hefur
úr þessum eldfjöllum, hefir verið mjög þunn og
fljótrenn-andi; hin einstöku hraunlög utan á dyngjunum eru oftast
aðeins 8—12 þuml. á þykt, stundum ekki nema 3—5 þuml.
Efst á hraunbungum þessum er oftast djúp skál eða
niður-fall, kringlótt eða sporöskjulagað, það er gígur eldfjallsins
og er hann oft mjög stór, jafnvel 4—500 faðmar að
þver-máli í hinum stærstu dyngjum A þessum hraunbungum eru

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0091.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free