- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
82

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

82

EldfjölL.

og brattinn því meiri sem nær dregnr toppinum, hallinn er
að neðan vanalega 8—15°, að ofan 25—30° og stundum
jafnvel 35—45°. Fjöllin verða þá einsog strýtur, og skál i
toppi, þar sem uppvarpið er, gigurinn er mismunandi stór
og með mismunandi lögun. Af því efni þessara fjalla er
svo laust i sér, þá koma i þau ótal spruugur, þegar gys;
ganga þær oftast út einsog geislar frá aðaleldveginum og
fyllast af hrauni að neðan; þegar hraunið storknar, verða
þessar fyltu sprungur einsog grind innan i fjallinu. sem
styður það og heldur þvi saman. Eldsprungur þessar ná
stundum upp úr jörðu og gjósa þá, myndast af þvi einstakir
gígir og gígaraðir i fjallshliðunum og fyrir neðan það.
slikir gígir eru t. d. algengir kringum Snæfellsjökul og
Heklu, en hjá Heklu eru þeir viða all-langt frá fjallinu. á
sprungum. sem eru jafnhliða aðaleldgjánni. Alveg regluleg
strýtufjöll eru óalgeng á Islandi, flest eru á einlivern hátt
afmynduð af fjallsnúpum oghiyggjum. sem útúr þeim standa.
en sum eru aflangir hryggir, með gigaröð á efsta varpi,
einsog Hekla, og er hún aðeins strýtumynduð að sjá i fjarska.
þegar sér í enda hryggsins. Sum stór eldfjöll eru að ytri
lögun ólik öllu þessu, einsog t. d Dyngjufjöll, það er mikill
móbergsfjallaklasi, kringum stórt, kringlótt, gigmyndað
niðurfall, sem heitir Askja. og er heil ferh. míla á stærð.
Petta er hið langstærsta eldfjall á Tslandi, en mjög
marg-breytilegt að samsetningu, i niðurfallinu stóra er annað
minna og i þvi eldgígir. sem gusu 1875; þá er auk þess í
fjöllunum fjöldi af gígum og gigaröðum. bæði i Oskju sjálfri
og i dældum og á hjöllum móbergsfjallanna i kring. Mörg
íslenzk eldfjöll eru þakin snjó og jöklum. svo jökulhlaup
koma við gosin og heíir þeirra fyr verið getið. Jöklarnir
hafa og á ýmsan annan hátt haft mikil áhrif á myndun og
sköpulag slikra eldfjalla, skriðjöklarnir skera sig niður í
hlíðarnar, bera burt grjót og sand og leggja það síðar
annarstaðar, við gosin bráðna jöklar og legurúm þeirra er
þá autt um tíma, áður nýr jökull vex fram, geta þá á meðan
myndast þar lög af móbergi, þussabergi, hnullungagrjóti,
hrauni og jökulruðningi. Af þessu leiðir, að slik eldfjöll

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0094.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free