- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
83

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gos neðansævar.

83

eru undarlegur sambreiskingur af allskonar
eldgosamyncl-unum, jökul- og vatnsmyndunum. Við það bætist, að hin
stærstu þessara eldfjalla eru afargömul og hafa liklega farið
að gjósa fyrir isöldu, samsetning þeirra er þvi mjög
marg-brotin. I hinum eldri jarðmyndunum Islands er grúi af
eldfjallarústum, sem stundum sýna allvel hina innri
bygg-ingu eldfjallanna, af því þau eru á margan hátt sunduretiu
og eydd af áhrifum skriðjökla, lofts og lagar. Sum eldfjöll
eru þakin þykkum jökli, hátt uppi i hjarnbreiðum
stórjökl-anna, og lokast uppvörpin fijótt aftur af fönnum, þegar
gosinu er aflokið, slík eldfjöll eru mörg i Vatnajökli, en
öll litt kunn, betur þekkja menn Kötlu i Mýrdalsjökli og
þó eigi vel. Úr þessum eldfjöllum koma oft allmikil
ösku-gos, en við hraun verða menn eigi varir, þó vel megi vera,
að þau renni undir isum og storkni þar. Liklega hafa
sum-staðar undir hjarninu hlaðist upp eldgígir, helzt með
dy^ngju-lögun, en sumstaðar engir, þar sem vikur, gjall og aska
hafa verið aðalefni gossins, askan og gjallið breiðast þá út
um hjarnflákana, hverfa siðar i þá og berast burt með
hreyf-ingu jökulsins; sumt berst burt með jökulhlaupum eða
vatns-gusum þeirra jökla, sem gangur kemur í.

Neðansævar hafa mörg gos orðið nærri ströndum
ís-lands, einkum þó hjá Eldeyjum, út af Reykjanesi; gosin
voru þar tiðust á 13. öld, og mun þeirra siðar verða getið.

hafa menn nokkrum sinnum orðið varir við eldgos á
mararbotni, fyrir norðan land, t. d. 1838, þegar miklir
jarð-skjálftar gengu á Siglufirði og 1868 þóttust menn oft sjá
loga úr hafi í norður af Mánáreyjabrekum, og voru þá líka
jarðskjálftar á Tjörnesi. Ennfremur þóttust menn verða
varir við eldgos nærri Vestmannaeyjum 1896, rétt eftir
landskjálftana miklu1). Arið 1372 segja annálar, að sézt
hafi úr Fljótum og viðar annarstaðar, fyrir norðan land,
nýkomið land út af Grimsey til útnorðurs2), sé þetta satt,
hlýtur það að hafa verið e}r, sem komið hefir upp af jarð-

•) T\ Th. Landskjálftar á Íslandi, bls. 91, 219, 221.

2) ísl. ann. 1888, bls. 229.

t>*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0095.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free