- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
86

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

86 Hi aun.

niðri i Bárðardal er viða þykkur grassvörður ofan á
hraun-inu og sumstaðar, t. d. hjá Lundabrekku, hefir verið tekinn
mór ofan á þvi. A þessu sést, hve mikill mismunur er á
þvi, hve fljótt hraunin gróa upp, eftir hæðinni, og svo hitt,
að slik hraun hljóta að vera afargömul, þvi langan tima
þarf til þess, að jarðvegur geti myndast á hraunum i bygð.
Stundum geta þó kringumstæðurnar flvtt fyrir gróðri i
hraun-um, einkum þar sem lækir bera jarðveg i hraunin.
Skaftár-hraunin (1783) eru t. d. sumstaðar gróin, þar sem smáar
jökulkvislar sitra gegnum þau og skilja eftir jökulleðju i
lægðunum. Til þess hraun geti gróið upp að mun, mega
þau ekki liggja of hátt yfir sjó, en þó þau séu á láglendi.
er það afarmisjafnt, hve langan tírna það tekur, að þau grói
að fullu, skilyrðin eru svo misjöfn. Loftslagið hefir svo
mikil áhrif og er svo misjafnt i jmsum héruðum, veðursæld
flvtir fyrir, en kuldanæðingar á útnesjum tefja; þá er mikið
komið undir ástandi hraunanna sjálfra. hve fljótt þau molna
eftir hörku steinsins og hvernig 3Tfirborðið er lagað til að
taka við gróðri, þá hefir það þfðingu, hve mikið ryk og
dust, sandur og leir berst i hraunið af vatni og vindi o. s.
frv. Skófir (lichenar) setjast fyrst á hraunsteinana og svo
mosar og á hálendi kemst gróðurinn sjaldan lengra, á hæstu
öræfum er jafnvel enginn mosi á hraunum, aðeins skófir, en
mosagi’óðurinn vex eftir þvi sem neðar dregur. Grámosinn
hefir afarmikla þýðingu fyrir jarðvegsmyndun á hraunum
og jafnhliða fara ýmsar blómplöntur og burknar að setjast
að í sprungum, holum og hraunkötlum, þar sem skjól er og
jarðvegur. Mosaþembur þekja stór svæði i mörgum
hraun-um, á Reykjanesskaga t. d. eflaust margar ferh milur. Pað
er varla liklegt að meira en þriðjungur allra hrauna á
Is-landi sé kominn út fyrir hin fyrstu tvö gróðrarstig, skófir
og mosa. Sum hraun i bygð hafa áður verið hulin
jarð-vegi, en hafa ’siðan blásið upp, af beit og skógarhöggi, svo
jurtirnar verða nú aftur að nema land á hörðum klettum.

sem náttúran hefir verið að græða um mörg þúsund
ár, geta heimska og þröngsýni manna eyðilagt á stuttum
tima. Upp úr mosunum myndast að lokum lyngheiði og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0098.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free